Fuerteventura

Ég hef nú komist að því að ég er að fara til Fuerteventura sem næst stærst Kanaríeyja og sú sem liggur næst Afríku, eitt lítið sund skilur hana að frá Sahara og Marokkó.
Fuerteventura ku vera paradís sóldýrkandans.
Ég ætla að kaupa mér sólgleraugu og derhúfu.
Við ferðavinkonurnar ákváðum líka í gær að kaupa okkur kúrekahatta, hún hvítan og ég bleikan.
Við ætlum líka að kaupa okkur smört pils og taka með okkur ógisla mikið af mússík.
Við erum hvorugar sóldýrkendur. En það er boðið uppá einhverjar ferðir um nágrennið og ætlum við að kíkja í þær því náttúran í kring er víst gasalega smört.
Svo ætlum við að fara út að borða á hverju kvöldi og á diskótek og í sund og í búðir.
Bærinn sem við verðum í heitir Corralejo og þar munu vera allskonar götumarkaðir sem við erum spenntar fyrir.
Svo ætlum við að koma heim geðveikt brúnar og sætar, við ætlum ekki að borða franskar á veitingahúsunum svo við komum ekki feitar heim.
Við hlökkum brjálað til.
2 Comments:
Svo náðið þið ykkur í brúna og sæta spanjóla,því þeir kunna sko að tríta dömur.
Við verðum með hjörð af spanjólum gargandi ai caramba og una cervesa á eftir okkur.
Ójá.
Skrifa ummæli
<< Home