föstudagur, mars 31

Dagur 5

Erfiður dagur í dag.
Ég var fúllynd með afbrigðum og sorgmædd inn á milli.
Engin ástæða nema þá reykleysið.
Til að leysa málið ákvað ég að leggja mig bara og svaf í þrjá tíma.
Vaknaði í massívri fýlu og ákvað þá að fara eitthvert út og kaupa mér eitthvað fallegt í tilraun til að kæta mig.
Varð ekkert kát.
Samt fór ég alveg í Ikea og allt.
Kom svo heim og tók upp stautinn sem mamma sagði mér að kaupa í gær.
Fékk mér ,,smók” og blíng!
Í banastuði!
Eldaði mér gulrótabuff og tsatiski, súkkulaði í desert og hvítvín með, nikótínstautur og hvítvín að máltíð lokinni og ég er fín.
Mjög fín.
Aaaahhh.
Þetta er soddan helvíti að hætta að reykja.

4 Comments:

Blogger Oskar Petur said...

Aðal testið verður samt þegar þú færð þér í glas! Ég var hættur í 5 daga og stóðst það fyllilega (skil nú aldrei af hverju), var líklega eitthvað svo ánægður með sjálfan mig. Þetta var einmitt á degi 5...

Hang in there, girl!

9:26 e.h.  
Blogger Sigga said...

Urrrr...

11:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ef þú heldur þetta út,sem ég veit að þú gerir,kemst þú að því að áfengisvíman er miklu skemmtilegri ef maður reykir ekki og liðanin daginn eftir líka!Stattu þig!

12:20 e.h.  
Blogger Sigga said...

Haha, þetta eru frábær rök - ég held áfram að berjast!

12:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home