Barátta sjálfnanna
Ofsalega er himininn þungbúinn.
Ég vona að það sé ekki vegna þess að ég er að hætta að reykja.
Einhver kosmískur kraftur að öskra ,,Þú getur þetta ekki!”
En ég get.
Ef ég vil.
Sé til hvort ég get og vil.
Í gær fór ég í Kringluna sem félagslegur stuðningur, rölti um og skoðaði í öllum búðum og fattaði þá að ég hef ekki verslað mér flíkur síðan í Danmörku í fyrrasumar.
Varð alveg veik. Alveg spinnegal.
Sá allavega tvo vinnukonukjóla sem ég gæti hugsað mér að eignast.
En ég keypti mér bara nikótíntyggjó fyrir tæpar tvöþúsund krónur og þarf því að vera reyklaus í fjóra daga til að það borgi sig.
Jú ég keypti mér líka eina bleika tösku á 1500 og þá bættust þrír reyklausir dagar við.
Og á röltinu hófust ægileg átök þaðsins og yfirsjálfsins.
Id: en ef ég kaupi mér einsog einn vinnukonukjól, einar buxur og eitt par af skóm (ath að ég lít ekki við vörum sem kosta meira en 3000 krónur) sem verðlaun fyrir hætt-að-reykja?
Superego: Þú ert ekki búin að spara nema 150 krónur á þessu hætt-að-reykja og það dugir ekki fyrir einni tölu.
Id: en mar þarf hvata til að halda áfram að berjast
Superego: reykleysið eru verðlaunin
Id: en mig langar svo mikið að mér langar í föt. Ef ég fæ ekki að kaupa mér föt byrja ég að reykja aftur.
Superego: Ok, þú mátt kaupa þér föt, en ef þú byrjar að reykja aftur þarftu að gefa þau til Rauða krossins.
Id: Okay!
Í dag eru þaðið og yfirsjálfið sofandi en sjálfið er að velta þessu öllu fyrir sér.
Ég vona að það sé ekki vegna þess að ég er að hætta að reykja.
Einhver kosmískur kraftur að öskra ,,Þú getur þetta ekki!”
En ég get.
Ef ég vil.
Sé til hvort ég get og vil.
Í gær fór ég í Kringluna sem félagslegur stuðningur, rölti um og skoðaði í öllum búðum og fattaði þá að ég hef ekki verslað mér flíkur síðan í Danmörku í fyrrasumar.
Varð alveg veik. Alveg spinnegal.
Sá allavega tvo vinnukonukjóla sem ég gæti hugsað mér að eignast.
En ég keypti mér bara nikótíntyggjó fyrir tæpar tvöþúsund krónur og þarf því að vera reyklaus í fjóra daga til að það borgi sig.
Jú ég keypti mér líka eina bleika tösku á 1500 og þá bættust þrír reyklausir dagar við.
Og á röltinu hófust ægileg átök þaðsins og yfirsjálfsins.
Id: en ef ég kaupi mér einsog einn vinnukonukjól, einar buxur og eitt par af skóm (ath að ég lít ekki við vörum sem kosta meira en 3000 krónur) sem verðlaun fyrir hætt-að-reykja?
Superego: Þú ert ekki búin að spara nema 150 krónur á þessu hætt-að-reykja og það dugir ekki fyrir einni tölu.
Id: en mar þarf hvata til að halda áfram að berjast
Superego: reykleysið eru verðlaunin
Id: en mig langar svo mikið að mér langar í föt. Ef ég fæ ekki að kaupa mér föt byrja ég að reykja aftur.
Superego: Ok, þú mátt kaupa þér föt, en ef þú byrjar að reykja aftur þarftu að gefa þau til Rauða krossins.
Id: Okay!
Í dag eru þaðið og yfirsjálfið sofandi en sjálfið er að velta þessu öllu fyrir sér.
4 Comments:
elskan mín farðu og keyptu þér kjól
Það er erfitt að hætta að reykja illa til fara
Anonymous Óli hefur ekki notað Ara í soldinn tíma, þú mátt fá hann lánaðan í smá stund...
Ég er svo hrædd um að Ari myndi klára allt súkkulaðið mitt og nikótíntyggjóin, en takk annars.
Góður punktur logi... held ég verði að dressa mig upp.
Skrifa ummæli
<< Home