laugardagur, febrúar 18

Til hamingju ég

Hvílíkur dýrðarinnar dagur.
Heilagt afmæli mitt í dag, Betty Crocker í ofninum, rigning og plúsgráður úti, súkkulaði á borðinu, tonn af skemmtilegum símhringingum, smsum og msnum í mína átt, ég ein heima búin að dansa uppí rúmi, í sturtunni, í eldhúsinu og stofunni og jú neim it inna á milli sem ég les ástarbréfið frá Benna.
Skátar þurftu endilega að velja þessa heilögu helgi til að fara uppí sveit að taka upp plötu svo ég er knúslaus en til að bæta mér það upp bauð ég fullt af yndislegu fólki til mín í kvöld.
Ef þú lesandi góður elskar mig en fékkst ekki boð frá mér, koddu þá bara til mín í kvöld.
Nú ætla ég út að kaupa hvítvín, rjóma og jarðaber.
Svo kem ég heim og dansa aðeins meira.

8 Comments:

Blogger Ljúfa said...

Til hamingju með daginn og góða skemmtun í kvöld.

2:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn Sigga mín, ég elska þig enn en ég bara kemst ekki í kvöld ;-) Vonandi hitti ég þig nú fljótlega, mikið askotli væri gaman að rifja upp nokkur prakkarastrik eða svo......
Eigðu besta dag í heimi.

2:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka til að sjá þig í kvöld, sæta mín, get ekki beðið!!!
Þín Dísa

3:21 e.h.  
Blogger Sigga said...

Takk sætu, þetta var magnaður afmælisdagur og partýið... maaaagnað.
Já Helga, það er held ég alveg kominn tími á það að við hittumst aftur!

5:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Örvæntu ei lengur. Skátar hafa lokið upptökum og það er gomma af knúsi á leiðinni.

11:25 e.h.  
Blogger Sigga said...

*tíst*

11:31 e.h.  
Blogger Gummi Erlings said...

Til hamingju með daginn, þó það komi seint. Já, nota bene, du har blevet klukked... svona í tilefni dagsins um daginn.

7:44 e.h.  
Blogger Sigga said...

Jess, ég er að massa þetta núna.
Og takk ;)

11:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home