fimmtudagur, febrúar 9

Hvað á ég að gera við alla peningana mína?

Minn efi í dag felst í skemmtilegum vanda; hvað á ég að gera við peningana mína?
Vinnuveitandinn gleymdi að borga mér fyrir 40 vinnustundir í desember og í gær fékk ég leiðréttingu - heilar átján þúsund krónur íslenskar! *
Nú á ég því heilar tuttuguþúsund krónur á debetkortinu og velti því fyrir mér hvað ég eigi að gera við formúguna.
Möguleikarnir eru 3:
a) Treina peninginn út mánuðinn, a.m.k. langt inn á næsta vísatímabil.
b) kaupa mér 3 skólabækur og þurrmeti sem endist út mánuðinn fyrir 4000 krónurnar sem verða í afgang.
c) kaupa lottómiða fyrir peninginn og krossa fingur.

*Það tekur því sko greinilega ekki að vinna.

6 Comments:

Blogger Ljúfa said...

Spreðaðu helmingnum í lotterý og rest í þurrfóður. Geturðu ekki fengið bækurnar í bókhlöðunni?

1:30 e.h.  
Blogger Sigga said...

Haha, það er líka góður fjórði kostur...

1:48 e.h.  
Blogger Skrudda said...

Núðluhúsið

3:00 e.h.  
Blogger Sigga said...

Meinaru að eyða þessu öllu í núðlur?
Það er amk þúsund kall á dag og passar akkúrat.
En ég verð að eiga mjólk/mjólkurduft í kaffið mitt, já og kaffi til að lifa af og það er ekkert kaffi innifalið í núðlukaupunum hjá Núðluhúsunum.
Nei mér lýst ekkert á Núðluhúsaopsjónið.

3:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

koddá barinn. Okkur dettur eitthvað í hug.

3:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

það er fríkeypis kaffi á núðluhúsinu, og þar sem þú kæmir svo oft þangað fengiru ábyggilega að droppa inn í kaffi oftar.

10:19 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home