fimmtudagur, desember 8

Yfirseta

Eftir nokkra stund í prófinu, þegar ég sá að það var ekki komið að tómum brunni í mínum haus, var ég orðin það róleg að ég gat farið að kíkja í kringum mig.
Mestri athygli náði að sjálfsögðu yfirsetumaðurinn sem var ekki gömul kona eins og var alltaf í HÍ heldur gamall kall.
Og grey kallinn var svo gamall að ég var hálf hrædd um að hann myndi deyja á okkur þarna. Þegar hann stóð upp titraði hann allur og skalf, sem varð til þess meðal annars að hann hellti kaffinu mínu yfir borðið mitt þegar hann var að reyna að paufast framhjá mér. Sem betur fór lenti mest á krotblöðunum mínum svo ég varð ekki brjáluð. ,,Þetta var nú ekki gott hjá mér að hella niður kaffinu þínu" sagði gamli.
,,Það var orðið kallt kvossimer" sagði ég.
Í þokkabót var hann hálf heyrnarlaus. Í allri þögninni sem fylgdi stofunni fullri af einbeittum skrifurum heyrðist aldrei múkk, bara kvisskvisskviss öðru hvoru þegar einhver var að stroka út einhverja vitleysu hjá sér. Stundum kom það fyrir að einhver þurfti að fá auka krotblað eða fá að vita hvað klukkan væri og til að ná athygli gamla mannsins var byrjað á að ræskja sig og veitti það engin viðbrögð. Þá var sagt hljóðlega ,,halló" og svo aðeins hærra ,,geturðu sagt mér hvað klukkan er?". Aftur og hærra ,,halló!" og enn sat gamli kallinn niðursokkinn við að horfa á fingur sína.
Þá voru við hin í stofunni orðin pirruð á látunum og allir fóru að segja hvað klukkan væri, hlegið stöku stað og pískrað.
Þegar ró var komin aftur á hópinn leit gamli kallinn upp með grunsamlegum augum, algerlega ómeðvitaður um það sem hafði gerst.
Við hefðum semsagt alveg getað spjallað saman og diskúterað hinar ýmsu teoríur og komist að sameiginlegri niðurstöðu um svörin án þess að hann hefði heyrt neitt.
En gerðum það ekki.
Svo góð börn í Kennaraháskólanum.
Samt ekki komin svo langt í sálfræðinni að við skiljum sálfræði fullorðinsára.
Það er ekki fyrr en á næsta ári.

2 Comments:

Blogger Skrudda said...

Eftir að hafa sæst við appelsínugulið í eyrunum fíkaði mín út í dag þegar hún tók tappes úr eyres...hvhvhvhv..vhvhvh..vhhvvhvhhvhhv...hvhvhvh (kviss skoh) fffvvvhhvvffff.
og svo helvítis pissufýlan af mér!!!
heimild:sjá skrudduhugs
ju minn þessi akademíík!

7:36 e.h.  
Blogger Skrudda said...

r í fríkensífíl

7:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home