Skýr sýn
Ég sá fram í framtíðina í örskamma stund og get sagt ykkur það að Mugison verður Bubbi eftir 20 ár.
Og talandi um sýn verð ég að segja að ég fagna því að rangeygir hafi eignast fulltrúa í Ungfrú Heimi.
Að öðru leiti fagna ég engu við þessa fegurðarsamkeppni, Magga bendir vel á fáránleikann við þetta allt saman.
Ég er pirr á heimsku fólki sem greinir ekki hismið frá kjarnanum.
Pirr á heimsku fólki sem hugsar ekki.
Bleah.
Og Unnur Birna var pirr í Kastljósinu áðan yfir fólki sem er pirr yfir keppninni, sagði að dómnefndin hefði einungis metið keppendur af perónulegum verðleikum (ss. gáfaðar og kunna að svara fyrir sig og stefna eitthvert í framtíðinni).
Af hverju þurftu þær þá að spranga um á bíkíní/sundbolum og svara spurningum eins og ,,hvernig laðar þú menn að þér?"
???
Og talandi um sýn verð ég að segja að ég fagna því að rangeygir hafi eignast fulltrúa í Ungfrú Heimi.
Að öðru leiti fagna ég engu við þessa fegurðarsamkeppni, Magga bendir vel á fáránleikann við þetta allt saman.
Ég er pirr á heimsku fólki sem greinir ekki hismið frá kjarnanum.
Pirr á heimsku fólki sem hugsar ekki.
Bleah.
Og Unnur Birna var pirr í Kastljósinu áðan yfir fólki sem er pirr yfir keppninni, sagði að dómnefndin hefði einungis metið keppendur af perónulegum verðleikum (ss. gáfaðar og kunna að svara fyrir sig og stefna eitthvert í framtíðinni).
Af hverju þurftu þær þá að spranga um á bíkíní/sundbolum og svara spurningum eins og ,,hvernig laðar þú menn að þér?"
???
11 Comments:
mér hefur hún alltaf fundist hún smá tileygð greyið, fegin að það eru fleiri sem sjá það...
Æj ég vona að Mugison verði meira kúl eftir 20 ár en Bubbi er núna.
Það er spurnig með Múgga, hann er ekki eins harður dópari og fighter og Bubbi. Ég sé hann ekki fyrir mér í ædolinu, en hvað veit maður?
Muggi nær aldrei með tærnar þar sem Bubbi hefur hælana sko, enda myndi Bubbi þá rota hann eða amk stíga á tærnar hans.
Bubbi VAR töff (og þá meira í "tough" skilningi þess orðs) en núna er hann orðinn soft, cocky karl - get ekki hlustað á hann lengur, ekki nýju diskana allavega - hann mætti í hvítum strigaskóm (ekki flottum) á tónleika... hvar er kúlið, hvar er pönkarinn?
Mér finnst Múgi smart og þetta var sorgleg sýn sem ég sá, en kannski bara lógísk. Fólk virðist oftar en ekki tapa hugsjónum sínum eftir fertugt og fer að stunda allskonar hórarí.
Las á einhverju bloggi pælingar um hugsjónasnúning Jóns Baldvins, hann sagði víst fyrir nokkrum árum eitthvað á þá leið að miðaldra fólk sem trúir enn á hugsjónir sínar sé fífl. Svo í dag, orðinn gamall kall, er hann aftur kominn með hugsjónir. Elliglöp eða hvað?
En ég veit ekkert, mér datt þetta bara í hug.
Eitthvað í sambandi við hvað hann er vinalegur hann Múgi, hann á örugglega eftir að verða vinur allskonars dóna í framtíðinni og getur ekki snúið baki við þeim, fer að auglýsa fyrir kapítalista og svo framvegis.
Vonandi ekki.
En er ekki Megas eini ,,tónlistaröldungurinn" sem ekki hefur farið í kapítaístíst hórarí?
Haha, sé og heyri hann fyrir mér að auglýsa kók: mazzívur eleganz.
Ég horfði aðeins á þetta fjandans viðtal og hún sagði þar að það væri ætlast til þess að þær hefðu útlitið með sér. Kannski ekki alveg með þessum orðum en það er eitt af hlutverki miss vörld það er að vera sæt. Síðan kom ómálefnanleg og æfð ræða.
Mér finnst hins vegar í lagi að Halldór Ásgrímson óski henni til hamingju með sigurinn í keppninni því hann hlýtur að óska þeim sem verður sterkasti kall í heimi til lukku, sem er álíka vitlaust og sætu keppni. Femínistar voru eitthvað fúlar yfir því á sætukeppni-forsendunum. En ef það er hefð fyrir því að óska fólki til hamingju með einhvern tiltekin sigur á heimsvísu hver sem hann er þá vott ðe fökk. Helvítis þjóðarremban er svona.
Ég er á móti sætukeppnum og eðlishyggju. Mér leiðast þær.
Jæja... við erum rokin...
auf wiedersehen
sjammalammalong billí
við erum að drepast úr söknuði...
Munið að kaupa ógisla mikið brennivín í fríhöfninni!!!!
já, Bernalds fjölskyldan er komin til London Stanstead, fer síðan Morgen früh Richtung Österreich, ja so ist es. Vonumst að Sviderman bjargi jólunum hjá þeim Anítu, Arnaldi og Andreu. Vonumst til að fá frábær jól. Því miður náum við ekki að heilsa upp á grafir hinna dánu en Bernalds fjölskyldan mun eiga "frábær jól", á skíðum að þessu sinni.
Ó en gleðilegt að Bernalds fjölskyldan fái frábær jól, vona bara að enginn verði hrikalega spældur.
Ætli ég kíki ekki á grafir hinna dánu og beri þeim kveðjur ykkar, eitthvað segir mér að hann Sviderman launi mér það á einhvern hátt, jafnvel með frábærum jólum!
Skrifa ummæli
<< Home