miðvikudagur, desember 28

Massa frí

Þá er mar kominn í mass-frí.
Helgarfríið fór í stanslaust prógramm af áti og fjölskyldugleði, endeslegt alveghreint, mikið hlegið, gefið, þegið og tuggið. Bernalds fjölskyldan lánaði okkur Benson bíl til að flakka á milli Akraness, Hafnafjarðar og Reykjavíkur svo þetta gekk allt smúþ fyrir sig.
Vöknuðum í gærmorgun/hádegi í okkars eigin rúmi með nýja sæng og kodda og sængurver.
Verð að segja að jólagjafalistinn var miklu betri en jólagjafaóskalistinn.
Við erum alveg að tala um slatta af súkkulaði (var reyndar á óskalistanum), sæng og koddi og sængurver eins og áður var nefnt, fansí staup, bleik mjólkurkanna, gebbað kaffisett úr lager Þorsteins Bergmans, úlnliðshlífar, bók sem mun gera okkur rík, spil, ég nenni ekki að telja upp meira, jú tveir fimm þúsund kallar sem við fórum með beinustu leið í Ikea í gær og afhentum gegn hillum og allskonars fíneríi.
Í gær mössuðum við sumsé íbúðina þannig að hún er komin í fyrsta flokk. Smartar hillur í eldhúsið sem eru alveg að gerasig og hillur inná bað, svo massaði ég tjald (gamalt sturtuhengi) undir vaskinn með frönskum rennilás, já það er sko alveg hægt að vera fyrirmyndar húsmóðir án þess að snerta saumnálar skalégsegjykkur. Á eftir ætla ég að nota borinn sem Anonymous Óli lánaði okkur til að fjarlægja nokkrar skrúfur úr skáp og saga gat með söginni sem Anonymous Óli lánaði okkur í bakið á téðum skáp svo hægt sé að troða honum undir tjaldið og þá erum við að tala um delúx baðherbergi af smörtustu sort.
Þá ætla ég að handleika borinn sem faðir Bensons lánaði okkur og gera göt á veggina til að hengja upp myndir og skraut. Þessi íbúð sem við keyptum okkur er svo massív að það dugir hvorki hamar né nagli né bæði á veggina svo við höfum búið hér tiltölulega skrautlaus í fimm mánuði.
Þetta er almennilegt jólafrí.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home