fimmtudagur, desember 8

Ólé!

Þroskasálfræðiprófið búið og mig langar bara að dansa.
Orð fá ekki lýst léttinum.
Þetta gekk alltílæ og ég er sátt.

Nú fer ég að dúlla mér við að analýsa Mörð og Þórberg og Kristján og hreintungustefnu og soleiðis blaður til að blaðra um skriflega á mánudaginn, já og lesa líka um alla uppeldisfræði kallana og kellurnar fyrir miðvikudaginn.
So ba bú.

Verð að leggja mig smá fyrst.
Vaknaði reglulega upp í nótt í svitabaði öskrandi Piaget!
Svo var alveg mínímal spurt um helvítis kallinn.
Já.

6 Comments:

Blogger Skrudda said...

Dæmigert.
Ég var að lesa ægilega skemmtilega grein um hnattvæðingu og þar er komið inn á hreintungustefnu. Höfundi greinarinnar þykir sem svo að vinstri-sinnað hreintungustefnufólk sé haldið þjóðernishyggju. Færði fín rök fyrir því líka. Ég hló einu sinni upphátt. Merkilegt.

1:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú varst búin að gera mig svo stressaða að hið hálfa væri nóg og því get ég andað léttara núna, ég vissi það alveg að þú gætir þetta og því segi ég "Mikil afrek fæðast í baráttunni" kv.mammasín

2:54 e.h.  
Blogger Sigga said...

Hahahaaa!

5:54 e.h.  
Blogger Sigga said...

Skrudda - má ég fá þessa grein lánaða?
Þá kannski sjáumst við meira að segja!

6:08 e.h.  
Blogger Skrudda said...

Ég skal senda þér hana núna!
á gmail

7:18 e.h.  
Blogger Skrudda said...

Ég vil samt alveg hitta þig skohh...en ég bara bý svo vel að eiga hana í tölves.

7:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home