miðvikudagur, desember 28

Gebbað

Það er nú ekkert smáræði sem ég er nú dugleg að massa.
Alveg gebbað.
Baðherbergið er tilbúið og þegar ég var að ganga frá leit ég á spýtuna sem afgangs var íhugandi.
Dóttir móður minnar for sure.
Mældi plássið fyrir kryddhilluna sem hefur vantað í eldhúsinnréttinguna og sagaði afganginn til, náði mér í málningu fram í skáp og málaði hilluna glansandi hvíta í stíl.
Á meðan ég beið eftir að hún þornaði mundi ég eftir körmunum í svefnherberginu sem gleymdist að mála í haust og massaði þá.
Ég elskaða að vera í jólafríi!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bernalds fjölskyldan sendir sínar bestu jólakveðjur og þakkir fyrir yndislegar jólakveðjur og gjafir, yndisleg músíkk og áróður í góðu lagi, gott fyrir okkur stjórnleysingjana.... Arnold Bernalds er slæmur í handlegg og annar fótleggur er ekki með besta móti. Aðrir limir vonandi í lagi, þ.e. fjölskyldumeðlimir (hann lagði þetta til sjálfur sko)

5:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Anonymous Óla finnst þið öll kúl og sæt og framtakssöm og dugleg og sæt.

9:31 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu kjellíng, er eitthvað að tölvunni hjá þér... þetta er orðið alltof langur tími...

12:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home