miðvikudagur, desember 14

Búin

Kláraði síðasta prófið á klukkutíma í morgun, ef ég fæ undir 7 er ég afskaplega misskilin og illa gerð persóna.
Jibbíkóla í húsinu, stelpan ætlar að leggja sig og fara svo í það að kría út peninga hvernig sem ég get, aðallega með orlofsúttöku og svo verður spanderað í jólagjafir og jafnvel í eina fallega flík fyrir mig svo ég fari ekki í jólaköttinn.
Kippa af bjór verður keypt, það er loforð.
Ikea verður heimsótt á næstu dögum, líka loforð.
Ýmiskonar reddingar sem eru komnar á síðasta snúning sökum aðgerðarleysis undanfarinna mánuði verða reddaðar.
Lífinu verður kippt í lag krakkar.
Ég er að segja ykkur það.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ooohhh Sigga þú ert svo laghent.

11:15 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju!!!

Ég verð þú á morgun...

1:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jei, til hamingju með að vera búin og SKÁL fyrir þér, elskan!!
Dísa

2:30 e.h.  
Blogger Oskar Petur said...

Til lukku, übermeisterpige Sigga! Skál, skál og - eins og norðlendingar segja þegar þeir gera grín að íslendingum - SKÁLUR!

3:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju Sigga sæta! Alltaf svo góð og frelsandi tilfinning að klára próf!!

12:28 f.h.  
Blogger Sigga said...

Þeinkjú öllsömul, ég brosi gegnum tárin og hyggst styðja góðgerðarmál næsta árið.
Ég var nefninlega metin af gáfnafarslegum verðleikum þó ég hafi tekið prófið í bíkíníi.
Jáneinei, aðeins að trippa á fegurðarsamkeppnir hérna...

1:13 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home