sunnudagur, nóvember 20

Real stöff

Survivor, So you think you can dance, Ástarfleyið og Bachelorinn eru einu raunveruleikaþættirnir sem ég fylgist ekki með og horfi bara á þegar ekkert annað er í boði.
Americas next top model er auðvitað æðist en nýjasta æðið er Rockstar INXS, pjúra fokkíng snilld.
Ég held með Jordis og Bre, nei ég meina Mig.
Held að Marty sé líklegur í úrslitin líka, en ég held samt ekki með honum, og Ty líka og ég óheld sko með honum, helvítis söngleikjaleikarahelvíti.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá ég er einmitt búin að vera að hugsa um að skrifa pistil þar sem ég viðurkenni að fíla þennan þátt. Það virðist nefnilega vera í tísku að rakka hann niður.
En mér finnst rosagaman að hlusta á sönghlutann af þessum þáttum. Yfirleitt góð lög og mörg þarna eru rosa góðir söngvarar.
Kveðja
Marilyn

11:11 f.h.  
Blogger Oskar Petur said...

Raunveruleikasjónvarp - ALLT raunveruleikasjónvarp - er:

1. Gert af hálfvitum.
2. Með hálfvitum.
3. Fyrir hálfvita.

Ég gef þessu 6 mánuði í viðbót, annars getur mannkynið (þ.e. "hinn vitiborni maður") kysst sig gúddbæ.

23:12 í gærkvöldi, þýðir þetta að þú varst ekki á Væt Stræps? Nei, ekki ég heldur, HAHA!!

11:13 f.h.  
Blogger Sigga said...

Já það er álíka mikið tabú að viðurkenna áhorf á raunveruleikaþættum og að skoða kúkinn sinn, sérstakega á meðal ,,menntamanna".
En ég er fokkíngs gáfuð, gáfaðri en alheimurinn og ég fílaða að horfa á slys, hlæ þegar fólk dettur á rassinn og elska að horfa á fólk reyna að fóta sig fyrir framan myndavélar.
Fólk er nefninlega fífl og ég sannfærist ávalt um eigin æðinslegheit með því að horfa á svona þætti.
Hálfvitar?!?!?!
Sumir eru hálfvitar, aðrir ekki, flestir eru fífl og jörðin er hótel.
Lífið er bara stuð.

12:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Tíhí... eeeelska americas next!!mmmm horfi líka á survivor af því að æ hvað heitir hann aftur þessi fulli með athyglisbrestinn sem ældi í skýlið?? hann já... er svolítið athyglisverður.

Leiðinlegasti þátturinn er bachelorinn... finnst hann ekki einu sinni aumingjahrollsins virði. Bara leiðinlegur.

2:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já og farðu svo að skottast með diska til mín og þá færðu Britains next top model þar sem horuðu stúlkukindurnar eru alltaf blindfullar... jeah

2:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst söngleikjanegrinn flottur, þótt hann sé pottþétt kynvillingur.

7:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst INXS sjálfir laaangflottastir þar sem þeir sitja og horfa á eins og láta eins og þeir séu ennþá hipp og kúl.Eins er mjög fyndið þegar þeir sýna gamlar myndir frá 100.000 manna tónleikum og segja krökkunum að þetta bíði þeirra.Yeah right!Opnanir á McDonalds stöðum frekar.

8:44 f.h.  
Blogger Guggan said...

já nákvæmlega hvað er það með leðurhúðina og háralitinn, svona soldið sorglegt...annars fá ANTM, Survivor og So You Think..mín atkvæði. Ég læt hitt allt vera, sérstaklega "íslenska" baddsjelorinn *aumingjhrollur*

1:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Maður er manns gaman, ég ætla allavega að skrifa minn áhuga á raunveruleikasjónvarpi, á það.
ANTM finnst mér samt best. Mesti raunveruleikinn fólginn í óraunverulegasta heiminum, furðulegt nokk.
En ég missi blessunarlega alltaf af baddsjélornum... þrátt fyrir það veit ég alltaf hvað er að gerast... sem er mjög undarlegt.

9:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home