fimmtudagur, nóvember 10

Náttúran

Þegar ég leit loksins andlega út einsog Biafrabarn og pissið var komið langleiðina í buxurnar lokaði ég lappanum og rölti af stað heimleiðis í fæðuleit klökkan tvö.
Var þá búin að vera í klukkutíma á leiðinni út sökum matarskorts og pisssofgnóttar en keppnin í duglegasti nemandinn á bókasafninu 2005 var náttúrunni sterkari.
Í leiðinni gúgglaði ég lyfinu sem á ápakkningunni stendur að forðast eigi áfengi meðan á tökum stendur, tvö partý framundan um helgina og þar af eitt karókíss, um að gera að vera með allt á hreinu.
Kom þá í ljós að ekki einungis er lyfið til að lækna brennivínsnef heldur og: Forðast á áfenga drykki, meðan lyfið er notað, þar sem það veldur mjög slæmum aukaverkunum (Antabusáhrif).
Bölvaðns ófremdar ástand.
Hins vegar tókst mér að sjóða mér grjónagraut án þess að drepa neinn né brenna hann við.
Tvö eitt fyrir mér.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég elska þessa keppni um að vera duglegastur á bókasafninu. Ég vinn aldrei því ég nota alltaf nettenginguna til að skoða blogg og eitthvað rugl. Einu sinni eyddi ég hálftíma í að skoða bonzaikitten.com og flissaði upphátt að öllu svo tárin láku. Ekki gott á bókasafni.

11:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ!

2:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home