miðvikudagur, nóvember 23

Lufs

Bright Eyes rúllar í spilaranum í eldhúsinu, kaffið er orðið kallt í bollanum, ritgerðin liggur á grænum blöðum og bíður mín, uppvaskið bíður í vaskinum og fær að gera það áfram, ég sit og hugsa oní tölvuna mína við eldhúsborðið.
Inní svefnherbergi ilmar nýja rúmið sem kom í gær.
Í þroskasálfræði í dag eyddi kennarinn tímanum í að tala um prófkvíða og hvernig má forðast hann, ég fylltist prófkvíða sem aldrei fyrr.
Afneitun gott fólk, afneitun!!!
Það hefur svínvirkað á mig alla mína tíð og svona raunveruleikaflipp skemmir bara lífið.
Bölvuð sálfræðin.
Byrjaði á jólagjafalistanum 2005 eftir að hafa bölvað einu verkefni í smá tíma.
Leiðinlegt að skrifa eitthvað sem er svo sjálfsagt.
Auðvitað er félagslega líkanið það sem blívur og hið læknisfræðilega líkan úrelt rusl sem hvergi á að sjást. Punktur.
Þetta kemst fyrir í einni setningu, hvers vegna að sóa fjórum blaðsíðum?
Blíblíbla.
Avókadóið sem ég keypti í gær er ennþá of hart sem þýðir bara ekkert gvakkamóle í kvöld.
Í gær fór ég á Súfistann og þar var sko margt um stjörnurnar.
Djassistar og útgefendur, bókmenntafræðingar, rokkarar, popparar og píkupopparar, enginn ófrægur held ég nema ég en ég var samt í smá frægðarleik því ég var í viðtali við sænskan blaðamann, ég var samt ekki fræga fólkið sem hann talaði við heldur konan á götunni. Hann var búinn að tala við Steingrím J, Egil Helgason, Curver og Godd meðal annars. Ég sagði honum að fara í karókí á Kaffisetrinu til að syngja og spjalla með útlenskum Íslendingum.
Einu innflytjendurnir sem ég þekki hér á landi eru í tygjum við íslenskar kellíngar og þar af leiðandi ekkert spes.
Kannski ég fari bara í heitt bað sem snöggvast.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta kemst fyrir í einni setningu, hvers vegna að sóa fjórum blaðsíðum?

Gæti verið að það þurfi rökstuðning?

*****
birgir.com
*****

7:07 e.h.  
Blogger Sigga said...

Fokk nei, þetta er bara kommon sens.

7:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sigga ég saknaðín. Þarf að knúsaðig. Ooooh.

9:11 f.h.  
Blogger Sigga said...

Bjóddu mér bara í mat.

10:11 f.h.  
Blogger Sigga said...

Tíhíhí, saknaðín líka og knúsanna þinna og kelinna orða.
Ójá.

10:11 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hei! Eoghan er geðveikt spes... hmmm já mjög spes... ég hata líka hörð avókadó og þessa dagana finnst mér ALLT skemmtilegra en að skrifa ritgerð ALLT ALLT ALLT...

lovjú

10:18 f.h.  
Blogger Oskar Petur said...

Það verður (vonandi) líka fullt af frægu fólki á Ölveri í kvöld, takandi á móti vondleikaverðlaunum.

Á ekki að mæta á me-me?

10:24 f.h.  
Blogger Sigga said...

Ég er í lærdóms-hórdóms-geðlægarkvíðakasti og sé ekki fram á að geta stigið fæti út úr dyrum í kvöld.
Verð samt að segja að bjórinn heillar.
Bjór.
Bjór.
Bjór.
Hef ekki drukkið bjór síðan á Airwaves.
Þetta er óhæfa.

11:55 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home