Kjaftæði
Uppskurður í kjafti, sýking, pilluát og almenn sljóvgun er ástæða bloggleysis að undanförnu, nei ég er ekki búin að hanga bara í nýja símanum.
Ligg bara fyrir með kaldan bakstur við bólginn kjálka, ét pillur og sötra jógúrt og horfi á friends, sex and the city, little britain ofl., grenja soldið inná milli og gubba af pilluátinu, samt mest svekkt yfir að geta ekkert étið nema fljótandi fæði.
Lyfja og læknisreikningur kominn uppí 60 þúsund kall, leigubílar meðtaldir og allt í blússandi velferð.
Lít svo á að þetta sé refsing fyrir að hafa keypt mér nýjan síma.
Næstu daga mun ég því liggja áfram og japla á pillunum mínum, 22 á dag og vonandi kemst ég í skólann á mánudaginn.
Benninn minn er besta hjúkka alheimsins.
Og ég sem er alltaf að segja við hann ,,þú ert svo heppinn að eiga mig að".
Það er nú bara alveg þveröfugt.
Ég væri dauð án hans.
Ligg bara fyrir með kaldan bakstur við bólginn kjálka, ét pillur og sötra jógúrt og horfi á friends, sex and the city, little britain ofl., grenja soldið inná milli og gubba af pilluátinu, samt mest svekkt yfir að geta ekkert étið nema fljótandi fæði.
Lyfja og læknisreikningur kominn uppí 60 þúsund kall, leigubílar meðtaldir og allt í blússandi velferð.
Lít svo á að þetta sé refsing fyrir að hafa keypt mér nýjan síma.
Næstu daga mun ég því liggja áfram og japla á pillunum mínum, 22 á dag og vonandi kemst ég í skólann á mánudaginn.
Benninn minn er besta hjúkka alheimsins.
Og ég sem er alltaf að segja við hann ,,þú ert svo heppinn að eiga mig að".
Það er nú bara alveg þveröfugt.
Ég væri dauð án hans.
5 Comments:
Benni er drengur góður.Get well soon.
Úff, hvað er að heyra þetta?!?
Vonandi fékkstu að svífa um á dúnmjúku Parkodín Forte skýi, það er nú það eina jákvæða við svona tjónað sjitt.
Ég svíf enn um á dúnmjúku skýjakombínasjón af Parkódín Forte og Íbúfen 600 mg og mun gera það næstu daga.
Væri orðin geðveik án þess.
"Það er allt í lagi,
ég á svo góðan mann.
Allt í góðu lagi
og ég elska bara hann.
Það er allt í lagi,
ég á svo góðan mann.
Ég á svo góðan mann."
Ræræræræræræææææ
Skrifa ummæli
<< Home