miðvikudagur, október 19

The Young Idea

Ég er að stressast soldið upp fyrir airwaves hátíðinni; svo mikið af tónleikum í gangi og ómögulegt að ná öllu sem mann langar að sjá og heyra og svo er ég ekki að meika svona tight prógramm í hversdagsleikanum, þ.e. að þurfa að vakna í skólann og læra heima og samtímis að fara á svona miklar skemmtanir.
Zen.
The Young Idea er hljómsveit frá Chapel Hill í Norðu Karólínu sem Brúðarbandið spilaði með á mjög svo skemmtilegum tónleikum í Chapel Hill í janúar.
Þetta er tríó tveggja stelpna með rauðan Rickenbacker gítar og bassa og trommustráks sem spilar hresst og skemmtilegt pönk, yndislegt fólk sem ákvað að skella sér á Airwaves eftir mönun okkar Brúðarbandsmeyja.
Þau ætla líka að spila nokkur lög fyrir ykkur í Hljómalind á laugardaginn klukkan 20 ásamt Skátum, Big Kahuna, Miri, Isidor og fleirum.
The Young Idea stígur á stokk klukkan átta og ég mana ykkur að mæta, kostar ekkert inn og þetta er ekki hluti af Airwaves svo þið þurfið engin armbönd heldur.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ætlar þú að læra heima...? Ég er sko svoleiðis búin að tippexa yfir allt það sem ég var búin að skrifa í planbókina mína góðu.
Ekki það að ég fari nokkurn tímann eftir planinu.
Og ekki það að ég eigi ekki að vera sveitt að læra einmitt núna.
En kannski þegar ÞÚ lest þetta komment... að þá verð ÉG að læra... Eða ekki...

4:14 e.h.  
Blogger Guggan said...

já! takk fyrir, Chapel Hill var það. Hausinn á mér er eins og ostur.

4:28 e.h.  
Blogger Sigga said...

Ég er í taugaáfalli/valkvíða dauðans!
Er að þamba kók úr tveggja lítra flösku og keðjureykja á meðan ég bíð eftir að Glói sæki mig á æfingu.
Þarf að massa a.m.k. eitt skólaverkefni fyrir föstudaginn.
Set síðan allt á hold, já eða tippexa yfir tölvuskjáinn þegar dagbókin poppar þar upp.
Sjiiiii....

5:50 e.h.  
Blogger Gummi Erlings said...

Dem, ég kemst ekki á neitt :-( En njóttu vel...

11:18 f.h.  
Blogger Oskar Petur said...

Ég lofaði Unni að mæta á BB á Grand á fös - hlakka til að heyra nýju lögin ykkar!

1:47 e.h.  
Blogger Skrudda said...

Iss þi massið þetta. Fínt að spila á Grandaranum. Ferlega hómí eitthvað.

11:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home