föstudagur, október 21

Sybbin

Búin að skrifa undir afsal og borga síðustu krónuna fyrir Þorfinnsgötu.
Búin að sándtékka fyrir tónleikana í kvöld, afskaplega stutt tékk og ósannfærandi en maður er sosum engu öðru vanur frá Grand rokk.
Nú er ég bara sybbin.
Bíð eftir að sterka kaffið mitt verði tilbúið og fer svo að fá mér majonesu með stelpunum.
Verðum svo bara á Grandinu í kvöld.
Gasalegt svekkelsi með þessa hátíð hvað staðirnir eru ekki að meika allt þetta fólk. Endalausar biðraðir og ómögulegt að flakka á milli tónleikastaði.
Missti af Jose Gonzales í Þjóðleikhúskjallaranum í gær en það er sárabót að hafa séð hann og heyrt í 12 Tónum í gærdag.
Í gær sá ég Reykjavík!, Skáta, Apparat og New Radio, allt í Hafnarhúsinu og Skátar voru langlanglanglanglaaaaaaang flottastir.
Kaffið er til.
Kallar á sígó.

Ps - The Young Idea spilar ekki á morgun, trommaravesen í gangi.
Merkilegir þessir trommarar.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

sammála með skáta og helvítis biðraðirnar og troðninginn - fór af apparat til þess eins að heyra ekki neitt á þjóðleikhúskjallaranum og svo yfir í það að standa á biðröð á grand til einskis

þá vitiði það

jájá

7:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Djöfullegt að missa af ykkur skötuhjúum. En maður er með prinsipp að taka ekki þátt í þessum biðraðablús. Næst verða þett að vera í færri stærri stöðum. Hananú!

Maggi Sæla 25 ára

11:50 f.h.  
Blogger Sigga said...

Haha, jebb.

11:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home