fimmtudagur, október 13

Sjálfstæðisblaðið

Mogginn bara ógeðslegur í dag.
Átta blaðsíðna drottningaviðtal við Dabba - engin smá tilviljun að dásemdar og dýrðarviðtal birtist rétt í þann mund sem landsfundur Sjálfstæðispakksins er að fara í gang?
Nebb.
Og heilsíðuauglýsing með slatta fávitum sem styðja Gísla Martein í borgarstjórakosningunum.
Allt yfirlýstir fávitar í mínum huga héðan í frá.
Ég kúgaðist þegar ég las þetta, var að éta djúsí brauð með ab-osti og gúrkum en gat ekki klárað það.
Meirihluti fávitanna hafa alltaf verið fávitar í mínum huga en á óvart kom hversu margir nýir bættust í hópinn.
Jón Gnarr hefur þó lengi verið að færast yfir í hópinn með gvuðsbullinu sínu en þetta var rúsínan í pylsuendanum.
Hvað er að fólki sem vill fá skemmtikraft í borgarstjórastólinn?
Er þetta embætti bara skemmtiatriði?
Verður Spaugstofan þarnæsti borgarstjóri?
Aðnskotaðns fávitar.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þokkalega amen! Mér var það mikið áfall að sjá Diddu skáld á þessum lista...ég hef nú alltaf fílað hana. Og sjitt hvað ég er sammála þér með Jón Gnarr, ég fæ svona vandræðalegt meðvirkniskast þegar ég sé hann, er alltaf að vona að hann sé bara að djóka með þessu öllu saman.

9:26 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Halelúja....
Er líka þessi týpa sem sletti guði þegar þörf er á. Hvernig er fasteignaverð á Stykkishólmi annars? Við verðum að geta flúið hamingjusama stuttbuxnahlandhausinn ef allt fer illa!!

11:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert svona hress?

Maggi Sæla

12:25 e.h.  
Blogger Sigga said...

Já ég er hressa gellan.

1:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home