laugardagur, október 22

Hress

Var að vakna.
Stelpurnar eru á leiðinni hingað með majonesu frá KFC Dynamite.
Hleð í mig sterku kaffi.
Gær var Fínt.
Gaman á tónleikunum okkar þó ég hafi verið eitthvað undarleg inní mér en ég lagaðist við að sjá Mammút og tók þá djarfa ákvörðun að reyna að komast inná Gaukinn til að sjá Fiery Furnaces og það reyndist bara hið minnsta mál, tróð mér alla leið fremst og skemmti mér konunglega enda frábærir tónleikar.
Skottuðumst síðan saman í hóp á Pravda til að sjá Donnu Mess.
Pravda er undarlegur staður með undarlegu fólki.
Settumst þar niður á neðri hæðinni eftir tónleikana og það var soldið einsog að vera á næturklúbbi í litlu þorpi í Svíþjóð.
Fórum þá og fengum okkur vel sykraðar vöfflur og röltum heim á leið með tvo næturgesti í farteskinu.
Tannburstuðum okkur klukkan 6 í morgun og lögðum okkur.
Góða nótt kæra dagbók.
Mig langar að sjá Mr. Silla í dag kl 4 í Hljómalind.
Ju reyndar eru Architecture in Helsinki að spila kl 3 í 12 Tónum og Au Revoir Simone kl 4.
Sjiii þetta prógramm skoh...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home