miðvikudagur, september 28

Uppí eigins raðnsgati

Ó og æ mig auma!
Tæpum tveimur sólarhringum fyrir ritgerðarskil ákveð ég að skipta um efni og byrja allt uppá nýtt, ekki það að ég hafi þó verið mikið byrjuð á fyrra ritgerðarefni.
En kva kva kva.
Ákvað að taka mig bara helvíti vel saman í fögru fésinu og massa fram úr erminni eitt stykki rannsóknarritgerð um málfar í bloggum á nó tæm svo ég komist á tónleika í kvöld (Vagínas á Dillon, koma soh!) og drukkið soldið af bjórum því kennsla fellur niður á morgun og því alveg tilvalið að sofa úr sér bjórstybbuna.
Hóf ég rannsóknina um klukkan tvö á því að leita af heimildum, fann öngvar og endaði uppí raðnsgatinu á sjálfri mér í lestri á Dömustaðnablogginu.
Sem er nú kannski örlítil heimild í sjálfu sér, þannig séð, eða hvurn fjárann veit ég sosum?
Hvað um það, uppí raðnsgati sjálfs míns fann ég eftirfarandi sem ég reit 21. september 2003 og á það jafnt við nú sem þá:

Langt síðan ég hef farið á skrall.
Fyrir utan frumsýningarpartýið, en það var nú í Hafnarfirði og var meira svona ræræræ heldur en skrall.
Og for the record þá er ræræræ alveg jafn gott og gilt og skrall.
Bara öðruvísi.
Skrall er meira svona full á barnum að blikka stráka og detta niður stiga og rokka einsog mother á dansgólfinu.
Á meðan ræræræ er meira svona spila á gítar og syngja og fá hláturskast og fara svo á trúnó.

Aaaa, so fallegt.

Næsta helgi...

Sísí saknar sukksins

5 Comments:

Blogger Gummi Erlings said...

Haha, þetta er gott. Mikið er nú annars orðið langt síðan maður hefur lent á skralli eða ræræræi með þér. Ár og dagar, ár og dagar...

7:05 e.h.  
Blogger Sigga said...

Úff já, ég man ekki einu sinni hvunær síðast var!
Gerum eitthvað í þessu.

12:22 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég krefst þess að fá að vera virkur þátttakandi í skralli!!

11:30 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já ég líka! Verð gjörsamlega ósmöluð á því um helgina þannig að það er eins gott að það verði eitthvað hressilegt brennivín við hönd, helst landi.

5:30 e.h.  
Blogger Hel said...

hva meinaru með að hafa ekki fundið neinar heimildir um málfar á bloggum: meikar ekki sens..ha? já og djöfull...skrall er meira freistandi nú en ever

10:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home