Súpan
Við Glói fórum bara tvær í Ikea og versluðum einsog moðerfokkerar, við erum einstaklega góðar í íkeaverslun saman.
Keypti mér rimlagardínur í stofugluggann, ilmkerti, spagettíspaða, grind fyrir smáskífur, baðmottu, sturtuhengi og aðeins fleiri kerti.
Fórum svo í Kringluna til að kaupa vín og það sem vantaði í fiskisúpuna.
Gleymdi rjómanum.
Djövussins.
En ef þið viljið elda fiskisúpuna líka þá er uppskriftin hér.
1 stór laukur
3 hvítlauksrif
½ pk gulrætur
2-3 sellertístönglar
1 paprika
50 gr olía
1 dl tómatpuré
2 lárviðarlauf
½ - 1 tsk basilikum
1 ½ l vatn & grænmetiskraftur
700-800 gr af fiski (ýsu, lúðu, skötusel, rækju, hörpuskel)
Rjómi
Brytjið grænmetið og látið það krauma í olíunni þar til það er orðið mjúkt. Tómatpuré, lárviðarlauf og basilikum sett út í og látið krauma í smástund. Þá er vatnið með grænmetiskraftinum sett útí. Allt er soðið saman í 10 mín.
Fiskurinn er skorinn smátt, settur útí og látinn sjóða í gegn. Rjóma er bætt út í, ekki látið sjóða.
Gott er að bera súpuna fram með hvítlauksbrauði.
Keypti mér rimlagardínur í stofugluggann, ilmkerti, spagettíspaða, grind fyrir smáskífur, baðmottu, sturtuhengi og aðeins fleiri kerti.
Fórum svo í Kringluna til að kaupa vín og það sem vantaði í fiskisúpuna.
Gleymdi rjómanum.
Djövussins.
En ef þið viljið elda fiskisúpuna líka þá er uppskriftin hér.
1 stór laukur
3 hvítlauksrif
½ pk gulrætur
2-3 sellertístönglar
1 paprika
50 gr olía
1 dl tómatpuré
2 lárviðarlauf
½ - 1 tsk basilikum
1 ½ l vatn & grænmetiskraftur
700-800 gr af fiski (ýsu, lúðu, skötusel, rækju, hörpuskel)
Rjómi
Brytjið grænmetið og látið það krauma í olíunni þar til það er orðið mjúkt. Tómatpuré, lárviðarlauf og basilikum sett út í og látið krauma í smástund. Þá er vatnið með grænmetiskraftinum sett útí. Allt er soðið saman í 10 mín.
Fiskurinn er skorinn smátt, settur útí og látinn sjóða í gegn. Rjóma er bætt út í, ekki látið sjóða.
Gott er að bera súpuna fram með hvítlauksbrauði.
3 Comments:
Djöfus kokkur ertu stelpa. koddí heimsókn enítæm. slefslef
Mmmmm, sánd dilissjöss!!!
Við Gunna vorum að elda "Surf & Turf" í kvöld - grilluðum risarækjur (Surf) og Rib-Eye nautasteik (Turf).
Drullumoððerfokkíngsæðislegagott!!!
Jömmí!
Fiskisúpan var samt ekki eins mikil snilld og ég bjóst við.
Ég fann engan fisk sem mér leist á í Hagkaup svo ég keypti poka af sjávarréttablöndu og skellti slatta af rækjum útí. Það var alveg að virka en það vantaði samt meira bragð.
Held það hefði mátt vera meiri basilíka til dæmis.
Hún verður bara stórkostleg næst.
Skrifa ummæli
<< Home