Skrattakollurinn
Nú er ég svo aldeilis yfir mig hissa.
Sjónvarpið bara allt í einu komið í lag og varpar þessari fínu mynd inní stofuna mína.
En þá er auðvitað ekkert skemmtilegt í sjónvarpinu.
Ég hjólaði við í Ríkinu á leiðinni heim úr vinnunni (bjóst við að loftnetið væri áfram dautt) og leigði mér Million dollar baby, ég er tótal sökker fyrir öllu sem viðkemur boxi.
Harma mjög að The Contender sé búinn.
Er spennt að sjá mynd um stelpu sem boxar.
Einu sinni æfði ég box.
Það var gaman.
Ég fór annars í bíó í kvöld með stelpunum í vinnunni, sáum Charlie and the Chocolate Factory og fannst hún ógisla flott.
Johnny Depp sérstaklega flottur.
Úúúúú fimm gamlir kallar með banjó að spila hjá David Letterman núna!
Mjög smart.
Eitt smart í lokin - DV hringdi í Eygló í dag til að spyrja hvort Brúðarbandið væri hætt!
Hohohohoo kjaftasögubúllan Reykjavík.
Við erum að skipta um æfingarhúsnæði, kjaftasagan gæti hafa sprottið útaf því. Annars hef ég ekki hugmynd um hverngi þetta komst í DV.
Gúrkutíð líklega.
Búin að svissa yfir á Skjá1 hvar verið er að endursýna íslenska Bachelorþáttinn, ég horfði á hann þakinn loftnetsleysissnjó í gær og finnst gaman að sjá í andlitin á fólkinu í kvöld.
Er svo glöð að þekkja engan þarna.
Jú bara eitt enn í lokin, af því að ég skrifaði bachelor.
Var að hugsa um það þegar ég hjólaði heim úr skólanum að ég væri í B.Ed námi núna.
Bachelor of Education.
Ég verð menntunarpiparsveinn.
Hahhahaa, þetta er ekki einu sinni ööörlítið fyndið!
Anskotinnhafiðah.
Sjónvarpið bara allt í einu komið í lag og varpar þessari fínu mynd inní stofuna mína.
En þá er auðvitað ekkert skemmtilegt í sjónvarpinu.
Ég hjólaði við í Ríkinu á leiðinni heim úr vinnunni (bjóst við að loftnetið væri áfram dautt) og leigði mér Million dollar baby, ég er tótal sökker fyrir öllu sem viðkemur boxi.
Harma mjög að The Contender sé búinn.
Er spennt að sjá mynd um stelpu sem boxar.
Einu sinni æfði ég box.
Það var gaman.
Ég fór annars í bíó í kvöld með stelpunum í vinnunni, sáum Charlie and the Chocolate Factory og fannst hún ógisla flott.
Johnny Depp sérstaklega flottur.
Úúúúú fimm gamlir kallar með banjó að spila hjá David Letterman núna!
Mjög smart.
Eitt smart í lokin - DV hringdi í Eygló í dag til að spyrja hvort Brúðarbandið væri hætt!
Hohohohoo kjaftasögubúllan Reykjavík.
Við erum að skipta um æfingarhúsnæði, kjaftasagan gæti hafa sprottið útaf því. Annars hef ég ekki hugmynd um hverngi þetta komst í DV.
Gúrkutíð líklega.
Búin að svissa yfir á Skjá1 hvar verið er að endursýna íslenska Bachelorþáttinn, ég horfði á hann þakinn loftnetsleysissnjó í gær og finnst gaman að sjá í andlitin á fólkinu í kvöld.
Er svo glöð að þekkja engan þarna.
Jú bara eitt enn í lokin, af því að ég skrifaði bachelor.
Var að hugsa um það þegar ég hjólaði heim úr skólanum að ég væri í B.Ed námi núna.
Bachelor of Education.
Ég verð menntunarpiparsveinn.
Hahhahaa, þetta er ekki einu sinni ööörlítið fyndið!
Anskotinnhafiðah.
2 Comments:
Ég er á leiðinni að verða listapiparsveinn sjálf. Þetta piparsveinalíf er nú yndislegt!
Já ég grenjaði líka soldið en var samt aðallega svekkt yfir því hvernig saga fór.
Ég vil að allt endi í tómum glamúr og demöntum! Sigur fram í rauðan dauðan!
Bölvað svekkelsi.
Var alveg á því eftir að hafa horft á Charlie chocolateblablamyndina að svona ættu allar bíómyndir að vera - enginn fokkíngs raunveruleiki!
Flottir litir, fönkí dót og heppí endíng.
Það er það eina sem ég þarf.
Skrifa ummæli
<< Home