Rock'n'roll Soul Attack - Take Two
Ég er frekar orðlaus, andlaus og kjaftstopp þessa dagana, samt hef ég skrifað nokkur ímeil en fengið of fá svör að mér finnst, mér finnst gaman að fá ímeil.
Fór til tannlæknis í gær og er frekar ánægð með viðgerðina, það hafði kvarnast uppúr jaxli og var það fínpússað svo nú læt ég tunguna leika við tönnina reglulega og verð gasalega glöð í hvert skipti yfir vel unnu verki.
Hins vegar var reikningurinn niðurdrepandi og ennþá meira niðurdrepandi að opna launaseðilinn sem kom í dag.
Eiginlega bara ógeðslegt.
Gubb.
Nú svo er fólk klukkandi mig hægrovinstr þannig að ég geri ráð fyrir almennri óánægju með snúðastaðreyndirnar sem ég skráði fyrir nokkru síðan.
Er það Gummi?
Skil ekkert íssu.
Fimm staðreyndir?
Sjittíbaba pípöls, ég er alveg galopin bók á þessu bloggi finnst mér, hvað er eftir að segja?
Ég ætla að reyna að grafa djúpt oní langtímaminnið til að finna eitthvað.
Málið er bara að ég er búin að vera á blakkáti frá því að ég fæddist.
Það er nú ein staðreynd!
Ok.
1. Ég man eiginlega aldrei ekki neitt. Úr æsku minni man ég helst eftir tómatsósu sem ég einhver leikfélagi minn klíndum á ljósblátt gólfteppi heima á Stillholtinu. Man ekki hvað við vorum að leika en ég man eftir hamnum sem við vorum í, gleymdum stað og stund og sjokkið sem við fengum þegar við áttuðum okkur á því hvað við höfðum gert.
Man líka eftir þegar ég og nokkrar vinkonur vorum úti að hjóla og vorum allt í einu komnar til Borgarness (frá Akranesi) og gerðum okkur þá fyrst grein fyrir því að við vorum í vanda og hringdum grenjandi í einhvern pabbann sem kom og sótti okkur sótbölvandi.
2. Ég er eldrauður kommúnisti og finnst að við eigum öll að skipta öllu jafnt á milli okkar. Þegar ég var 8 ára ákvað ég að verða þingkona og breyta heiminum, áttaði mig á því á fullorðins aldri að Alþingi er spillingabúlla sem einungis svartar sálir sækjast eftir að komst inná. Samt er ég bara feik því mig langar í fullt af pjéníngum. Réttlæti þá drauma með því að telja upp öll góðverkin og hjálparstarfið sem ég myndi eyða pjéníngunum í. Er samt bara eigingjörn drusla frá helvíti. Mig langar samt til að breyta heiminum.
3. Mér finnst ofboðslega erfitt að taka endanlegar ákvarðanir, verð alltaf að hafa alla enda opna því allt er hverfult.
4. Ég trúi ekki á guð og drauga en samt er ég myrkfælin. Krísurnar sem ég lendi í og rökræðurnar í hausnum mínum þegar ég er ein í myrkri eru mannskemmandi. "Það er draugur hérna!" "Já en það eru ekki til draugar." "Afhverju er ég þá hrædd?" "Afþví að það er draugur hérna og hann ætlar að bögga mig." "En það eru ekki til draugar svo það er ekki hægt!" etc. Mjög pirrandi.
5. Ég hef verið í tilvistarkreppu frá því að ég man eftir mér. Öfunda alla sem eru með allt á hreinu og eru dugleg og skynsöm. Ég er oooofboðslega hverful, hef áhuga á svo mörgu og langar að læra svo margt, missi svo áhugann þegar ég finn eitthvað nýtt skemmtilegt til að eltast við.
Ég er samt sæt.
Takkfyrir.
Fór til tannlæknis í gær og er frekar ánægð með viðgerðina, það hafði kvarnast uppúr jaxli og var það fínpússað svo nú læt ég tunguna leika við tönnina reglulega og verð gasalega glöð í hvert skipti yfir vel unnu verki.
Hins vegar var reikningurinn niðurdrepandi og ennþá meira niðurdrepandi að opna launaseðilinn sem kom í dag.
Eiginlega bara ógeðslegt.
Gubb.
Nú svo er fólk klukkandi mig hægrovinstr þannig að ég geri ráð fyrir almennri óánægju með snúðastaðreyndirnar sem ég skráði fyrir nokkru síðan.
Er það Gummi?
Skil ekkert íssu.
Fimm staðreyndir?
Sjittíbaba pípöls, ég er alveg galopin bók á þessu bloggi finnst mér, hvað er eftir að segja?
Ég ætla að reyna að grafa djúpt oní langtímaminnið til að finna eitthvað.
Málið er bara að ég er búin að vera á blakkáti frá því að ég fæddist.
Það er nú ein staðreynd!
Ok.
1. Ég man eiginlega aldrei ekki neitt. Úr æsku minni man ég helst eftir tómatsósu sem ég einhver leikfélagi minn klíndum á ljósblátt gólfteppi heima á Stillholtinu. Man ekki hvað við vorum að leika en ég man eftir hamnum sem við vorum í, gleymdum stað og stund og sjokkið sem við fengum þegar við áttuðum okkur á því hvað við höfðum gert.
Man líka eftir þegar ég og nokkrar vinkonur vorum úti að hjóla og vorum allt í einu komnar til Borgarness (frá Akranesi) og gerðum okkur þá fyrst grein fyrir því að við vorum í vanda og hringdum grenjandi í einhvern pabbann sem kom og sótti okkur sótbölvandi.
2. Ég er eldrauður kommúnisti og finnst að við eigum öll að skipta öllu jafnt á milli okkar. Þegar ég var 8 ára ákvað ég að verða þingkona og breyta heiminum, áttaði mig á því á fullorðins aldri að Alþingi er spillingabúlla sem einungis svartar sálir sækjast eftir að komst inná. Samt er ég bara feik því mig langar í fullt af pjéníngum. Réttlæti þá drauma með því að telja upp öll góðverkin og hjálparstarfið sem ég myndi eyða pjéníngunum í. Er samt bara eigingjörn drusla frá helvíti. Mig langar samt til að breyta heiminum.
3. Mér finnst ofboðslega erfitt að taka endanlegar ákvarðanir, verð alltaf að hafa alla enda opna því allt er hverfult.
4. Ég trúi ekki á guð og drauga en samt er ég myrkfælin. Krísurnar sem ég lendi í og rökræðurnar í hausnum mínum þegar ég er ein í myrkri eru mannskemmandi. "Það er draugur hérna!" "Já en það eru ekki til draugar." "Afhverju er ég þá hrædd?" "Afþví að það er draugur hérna og hann ætlar að bögga mig." "En það eru ekki til draugar svo það er ekki hægt!" etc. Mjög pirrandi.
5. Ég hef verið í tilvistarkreppu frá því að ég man eftir mér. Öfunda alla sem eru með allt á hreinu og eru dugleg og skynsöm. Ég er oooofboðslega hverful, hef áhuga á svo mörgu og langar að læra svo margt, missi svo áhugann þegar ég finn eitthvað nýtt skemmtilegt til að eltast við.
Ég er samt sæt.
Takkfyrir.
9 Comments:
Og Hera er búin að gefa út nýja plötu,svo að ekki er allt slæmt
Hera schmera!
Ég var bara ekki búinn að fatta að snúðasnæðingurinn væri klukkið þitt. En þetta er frábært. Flest passar líka við mig, nema ég hef aldrei hjólað upp í Borgarnes.
flissss....
ég man eftir þessu með alþingið!
Sorry að ég hef ekki komenntað fyrr, kíki hér annað slagið.
Bestu kveðjur af Skagatánni,
Helga á Heiðó
Híhí, gaman að fá þig hingað inn Helga!
Enn fleiri bernskuminningar sem rifjast upp þegar ég hugsa til þín... ;)
En þú ert dugleg og eiginlega ertu allt of dugleg.
Ljósblátt gólfteppi!????? Hvar????? Ætli mamma hafi blandað óminnislyfi í matinn? ég man ekki neitt og alls ekki eftir bláu gólfteppi hvað þá ljósbláu. Hjálp.
Júúúh! Uppi í hornherbergi við hliðiná baðinu, herbergið sem við deildum á tímabili með rauðu heimasmíðuðu kommóðunni/skoffíninu á milli.
Teppið var ljósblátt með hvítum rákum í, gaaasalega smart einsog allt annað þarna.
Mahnstiggih!?!!??
jeminneini nei. maniggi neitt. Variggi dúkur þarna? og varstu að sulla með tómatsósu í þessu senebergi? Jeminn
Skrifa ummæli
<< Home