Menningarlegi dagurinn
Ég er búin að sitja við tölvuna og útvarpið í tvo tíma að hlusta fyrst á þátt á Gufunni um bókmenntahátíðina á meðan ég spilaði Mahjong, svo skellti ég Illinoise með Sufjan Stevens í geislaspilarann og las um skrif Þórdísar og Ármanns um bókmenntahátíðina og loks um skrif Ármanns um Strákana okkar.
Kannski fer ég að sjá myndina í kvöld með vinkonu minni sem ég er að fara að vinna hjá, hún er alltaf að tala um að sig langi að sjá hommamyndina.
Ég missi því miður af hádegisspjallinu á morgun með Nick Hornby af því ég þarf að afsala mér íbúðinni á Laugaveginum, helvítans, og um kvöldið eru tónleikar með Donnu Mess og Mr. Silla á Grand rokk, partý á föstudag og vinna á laugardag þannig að ég missi algerlega af þessari bókmenntahátíð.
Les bara Þórdísi og Ármann áfram og hlusta á útvarpið.
Bara töff.
Kannski fer ég að sjá myndina í kvöld með vinkonu minni sem ég er að fara að vinna hjá, hún er alltaf að tala um að sig langi að sjá hommamyndina.
Ég missi því miður af hádegisspjallinu á morgun með Nick Hornby af því ég þarf að afsala mér íbúðinni á Laugaveginum, helvítans, og um kvöldið eru tónleikar með Donnu Mess og Mr. Silla á Grand rokk, partý á föstudag og vinna á laugardag þannig að ég missi algerlega af þessari bókmenntahátíð.
Les bara Þórdísi og Ármann áfram og hlusta á útvarpið.
Bara töff.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home