fimmtudagur, september 15

Lyftiduftsgeri slegið saman

Fuss og svei og fúlar ferskjur.
Ákvað að baka pizzu í kvöldmatinn.
Held ég sé búin að klúðra deiginu.
Hef ekki bakað langa lengi en síðast þegar ég var í ham hafði ég tekið ástfóstri við lyftiduft og var búin að sanka að mér ýmiskonar uppskriftum þanniglöguðum.
Þurfti að grufla í hausnum á mér áðan þegar ég þurfti að rifja upp uppskrift að pizzubotni.
Einhvernvegin var lyftiduft dottið úr hausnum á mér og ég fann þurrger uppí skáp.
Skellti því útí hveitið og mallaði allt saman til að hefast, nú eftir 20 mínútur er ég að fatta að ég átti auðvitað að leysa þurrgerið upp í volgu vatni fyrst.
Sjittíbaba.
Svoleiðis þurfti maður ekki að gera með lyftiduftinu, því var stráð útí hveitið.
Ég er svo svekkt útí sjálfa mig.

5 Comments:

Blogger Iceland Today said...

Kjánaprikk

11:40 f.h.  
Blogger Iceland Today said...

kannski þarftu að fara í hússtjórnarskólann

11:40 f.h.  
Blogger Sigga said...

Dæs, jú ætli það verði ekki bara næst.

12:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En mamma segir þú hefðir getað geymt degið til næsta morguns, þá var það búið að hefa sig og af því þú gerir ekki Pizzur á morgnana þá hefðir þú bara bætt út í degið rifnum osti og bakað ostabollur úr deginu, kv.mammasín

3:33 e.h.  
Blogger Sigga said...

Ó mamma, afhverju hringdi ég ekki til þín í gær?
Auðvitað kannt þú ráð.
Mamma best!
En ég ákvað að graðga þessu bara í mig svona og bara þola að brauðið væri undarlegt.
Sem það og var.
En ofanálagið var yndislegt.

7:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home