þriðjudagur, september 13

Kvöð dagsins

Jæja.
Þegar ég er búin með núðlusúpuna ætla ég að þrífa.
Ég er búin að forðast það í dálítinn tíma núna, hef tekið upp stærstu flókana sem hafa myndast í hornunum þegar ég geng framhjá þeim og vaskað upp reglulega, en annars hef ég leyft skítnum að safnast upp í íbúðinni í nokkrar vikur.
Held það sé einmitt tíminn sem maður má ekki þrífa áður en Allt í drasli gengið mætir til að þrífa.
Eini mínusinn við að flytja í stærri íbúð er þessi auka rúmmetrafjöldi sem þarf að þrífa.
Í litlu íbúðinni var eiginlega aldrei drasl af því að maður neyddist til að ganga alltaf frá draslinu, annars hefði maður sjálfur ekki komist fyrir. Og það tók korter að þrífa pleisið.
Núna sé ég fyrir mér tuttugu tíma törn og ég drep kvíði fyrir að byrja.
Fengum rimlagardínur í stofuna í gær og það var borað fyrir því.
Verð að þrífa.
Verð að verðlauna mig þegar ég er búin.
Skór?
Sími?
Nenennenenenenee, ég er að komast yfir þessa símasýki.
En það veit sú sem allt veit að mig vantar skó.
Ég nenni bara ekki að finna þá.
Hvað þá eftir að hafa þrifið íbúiðina.
Ne, ætli verðlauni verði ekki bara kaffi og sígó.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

skór góða mín skór svo þú verðir ekki blaut í fæturna

3:17 e.h.  
Blogger Ljúfa said...

Merkilegt að þetta með þrifin skuli vera akkúrat öfugt hjá mér!

5:16 e.h.  
Blogger Sigga said...

Já ég skil ekkert í þessu.
Held ég kunni bara ekki ennþá að búa í mannsæmandi stærð af íbúð.

5:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Neiiii, vikuferð til SanFransiskó! Kommon! Förum!

10:15 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home