Hetjan mín hún Patti
Jiiii ég er bara að læra og læra og læra og má varla vera að því að segja almennilega frá Patti Smith tónleikunum sem ég fór á í gær.
Verð samt að segja pínu smá, dewey flokkunarkerfið verður að bíða smá.
(Eruði ekki hissa að heyra að nemendur í þroskafræðum séu að læra um dewey?)
Eníhú, hún gvuðsblessaða ellsys bauð mér á Patti í gær, ég var eiginlega búin að glema því að þessir tónleikar væru núna, alveg á kafi í ruglinu bara, en sem beeeetur feeeer hringdi ellsys og bjargaði mér.
Held ég hefði nú bara dáið assgoti andlega fátækari hefði ég sleppt þessari upplifun.
Við ellsys mættum snemma og komum okkur fyrir á frábærum stað og uppúr átta stíga Patti og hljómsveit á svið og byrja að spila Redondo Beach.
Patti í gallabuxum og víðum og síðum stuttermabol með peace merkið tússað á. Jakkafatajakki utanyfir og grásvart hárið í allar áttir.
Að verða sextug.
Dansaði soldið stundum einsog mömmur á balli en það gerði bara mömmur á balli ennþá meira smartar.
Röddin hennar er alveg stórkostleg, svo dimm og töff og brestur svo flott. Svo var hún eitthvað að afsaka sig (eða röddina) af því að þetta voru síðustu tónleikarnir af löngum túr en ég veit ekki, ég bjóst aldrei við svona flottri rödd hjá konu á þessum aldri.
Mér fannst hún bara æði.
Og þau tóku öll lögin sem mig langaði að heyra og fleiri til, m.a. Like a rolling stone í uppklappinu.
Enduðu svo á Gloria!
Það var gloríjöst.
Ég fór soldið að gráta af gleði innaní mér þegar þau tóku Because the night af því að það er fyrsta og eina lagið sem Brúðarbandið hefur og mun covera.
Ég er mjög stolt af að það skuli vera Patti Smith lag (já ókei Brús samdi lagið en hún Patti mín samdi skoh textann).
Sögurnar sem hún sagði á milli laga voru líka sætar og skemmtilegar og svo impróvíseraði hún smá texta um Alcoa og eyðileggingu á náttúru Íslands, æj hún er svo mikill hippi en ég er samt ekkert pirruð yfir því af því að hún er það af alvöru.
Ekki einsog sumt af liðinu sem var mætt þarna í gærkveldi sem eru kapítalistar á daginn og hippar við hátíðleg tækifæri einsog á tónleikum með Patti Smith.
Ég hræki á svoleiðis lið.
Ó gvu, Patti hrækti líka nokkru sinnum á sviðið.
Ég elska þessa konu!
Hún gefur rokkdruslum einsog mér svo mikla trú og von og hamingju.
Keep on rockin'
7 Comments:
Hvað áttu við með:Because the night af því að það er fyrsta og eina lagið sem Brúðarbandið hefur og mun covera.
Ég veit a.m.k. ekki til þess að það standi til að covera fleiri!
Hehe, ég er viss um að þetta eldgamla lið sem hékk þarna á Patti myndi fara að hágrenja ef það kæmi svo mikið sem í 100 metra radíus við anddyri CBGB's.
Fónís!
Because the Night gæti vel orðið síðasta lagið sem Brúðarbandið koveraði en það fyrsta var og verður alltaf Hemminn sem við spiluðum allavega tvisvar á tónleikum.
ohhhh lifi Hemmi!!
Dansaa hvað er beetrenað dansa við...
kemst í stuð.
ohhh ekki aftur stuð!!
Iss, ekki segja mér að hún hafi verið betri en ég !!!!!!!???????
Ne gvu, þú varst auðvitað miiiklu betri!
Skrifa ummæli
<< Home