miðvikudagur, ágúst 10

Leikherbergið

Skelltum saman svefnsófanum í leikherberginu, stundum er Ikea ekki eins einfalt og maður vill trúa, en ég elska samt Ikea.
Nú getiði sumsé komið og gist.
Það eru dularfullar litlar geymslur undir súðinni hvert ég tróð kössum með kasettum, gömlum ritgerðum og krotbókum og ýmsu minningardóti sem ég tími ekki að geyma lengst niðrí kjallara.
Röðuðum líka aðeins betur í stofunni því við ætlum að passa sjónvarp Óla og Eddu á meðan þau eru á slóðum Hitlers (ef Hitler var voða mikið í Berlín).
Og þetta er eiginlega bíó svo við þurftum aðeins að arransjera.
Gegt sánd.
Eigum eiginlega bara eftir að bora upp geisladiskahillunum og þá hverfa ansi margir kassar af gólfunum.
Já og svo þarf að bora upp nokkrum hillum jájá.
Eruði ekki spennt?
Ég er spennt.
Við látum 12 tíma vinnudaga ekki stöðva okkur, þetta skal massast.

3 Comments:

Blogger Guggan said...

ég er geðveikt spennt skal ég segja ykkur. Ég veit hvað við gerum þegar bíóið er komið upp, mér er að áskotnast ansi skemmtilegur mynddiskur sem tengist gömlum músíkvídjóum og ákveðinni hljónst sem ég veit að sísí elskar...enn:)

4:42 e.h.  
Blogger Sigga said...

Kvaða? Kvaða? Kvaða???
Jiiiiiiminn ég er að deyja!!!

8:13 e.h.  
Blogger Guggan said...

sko ég fæ bráðum disk með öllum gömlu myndböndunum með Duran, þegar ég horfði á þetta fannst mér þetta algjört brill, ég var líka búin að drekka soldið sko...þannig að við höfum bara bjórinn við hendina;)

9:23 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home