Bílar og akkeri
Ég er búin að vera með bílinn hennar mömmu að láni á meðan hún hefur verið í Einglandi og á morgun kemur hún heim og þá skal hjólað.
Það var voða næs að hafa bílinn, sérstaklega í þessum flutningum og reddingum í kringum hann en það verður líka gott að vera ekki bílstjóri lengur.
Allar þessar vegaframkvæmdir eru að fara með sálartetrið, maður keyrir varla inn götu lengur án þess að óttast að maður lendi oní skurð eða verði drepinn af malbikunarmönnum.
Það er alger flækja að keyra útúr miðbænum já og svo er bensínið alveg svíndýrt.
Og af því að ég var með bíl nennti ég ekki að labba niður á Laugaveg að ná í hjólið mitt!
Annars er ég búin að setja upp nýjan sturtuhaus sem lofar góðu, ég ætla að prufukeyra hann eftir smá.
Við vorum bæði í fríi eftir hádegi í gær og mössuðum all svakalega hérna á Þorfinni og enduðum í Europris um kvöldmatarleitið í tómu tjóni og fundum gígantíska þörf fyrir að kaupa okkur sitthvort akkerið og metersháa bláa kisustyttu þar sem við fundum ekkert spennandi matarkyns.
Það var voða næs að hafa bílinn, sérstaklega í þessum flutningum og reddingum í kringum hann en það verður líka gott að vera ekki bílstjóri lengur.
Allar þessar vegaframkvæmdir eru að fara með sálartetrið, maður keyrir varla inn götu lengur án þess að óttast að maður lendi oní skurð eða verði drepinn af malbikunarmönnum.
Það er alger flækja að keyra útúr miðbænum já og svo er bensínið alveg svíndýrt.
Og af því að ég var með bíl nennti ég ekki að labba niður á Laugaveg að ná í hjólið mitt!
Annars er ég búin að setja upp nýjan sturtuhaus sem lofar góðu, ég ætla að prufukeyra hann eftir smá.
Við vorum bæði í fríi eftir hádegi í gær og mössuðum all svakalega hérna á Þorfinni og enduðum í Europris um kvöldmatarleitið í tómu tjóni og fundum gígantíska þörf fyrir að kaupa okkur sitthvort akkerið og metersháa bláa kisustyttu þar sem við fundum ekkert spennandi matarkyns.
6 Comments:
Europris er skeeeherí...
Já, sjitt, maður, Europris er asnalegasta búð á norðurlöndum (allt þarna inni virðist vera Norskt eða eitthvað).
Eru þeir ekki einu sinni með frosnu pizzurnar lengur?
Besta var að þeir voru einu sinni með Dirty Bertie (sjá síðasta þáttinn af The Office, series 2, og óendanlega smekklaust barnaleikfang) Believe it or not, þetta var til!
Það er einmitt svo mikil skitsófrenía í gangi þarna inni, eða manía-depressíva ef útí það er farið.
Einhver manneskja sem hefur pantað drasl og raðað því í hillurnar í mismunandi geðástandi og maður smitast soldið af því þegar mar kemur þarna inn.
Hef aldrei fundið eins sterka þörf fyrir að kaupa akkeri og Benedikt hefur aldrei emjað af jafn mikilli þrá einsog þegar hann sá bláu kisustyttuna.
Við gengum þaðan út með 6 núðlusúpur, uppþvottabursta fyrir flöskur, tvær möppur, pasta, eldfast mót og mýkingarefni.
Undarlegasta verslunarferð ever.
Kva meiiniðii?! Júróprís er ææææði!!
Anonymous Óli er spenntur fyrir þessu : "uppþvottabursta fyrir flöskur" hvernig virkar hann?
- svo byður hann líka að heilsa Þorfinni...
Þetta er líka eitthvað til að vera spenntur fyrir skoh, það ættu að vera til fleiri týpur af uppþvottaburstum; uppþvottabursti fyrir bækur, uppþvottabursti fyrir sjónvörp, uppþvottabursti fyrir dósir, uppþvottabursti fyrir tölvur, uppþvottabursti fyrir poka og svo framvegis.
Þá væri nú gaman að versla, þvo upp og lifa!
Skrifa ummæli
<< Home