mánudagur, ágúst 29

Bækur, skór - tomato , tomato

Keypti bækur fyrir 16,050 íslenska krónkalla rétt áðan.
Á eftir að kaupa nokkrar í viðbót.
Líklega fer þetta uppí 23,000 kellíngar og samt slepp ég við að kaupa eina 6000 kellínga bók því ég fæ hana lánaða.
Meiri bölvuð endemis vitleysan.
Þegar ég var í sænskunni keypti ég mér tvær bækur; aðra af því að ég þurfti þess og hina af því að mig langaði til þess.
Kennarinn sá alltaf til þess að nóg af bókum væru til á bókasafninu svo við þyrftum ekkert að kaupa.
En þar vorum við kannski 5-10 í hverjum kúrsi svo það var auðveldara.
En assgodi sem þessar bækur eru dýrar!
Gvuð blessi vaxtabæturnar, annars hefði ég aldrei getað þetta.
Eins gott að ég verði milljóner þegar ég verð orðin þroskaþjálfi.
Eins líklegt og það nú er.
Ekki grenja, ekki grenja, ekki grenja.
Þetta eru allt fínar bækur og ég hlakka til að lesa þær.
Hefði samt verið gaman að skella einsog einu pari af skóm inní þetta dæmi.
Ef ég þekki mig rétt þá á mér eftir að takast að sannfæra mig um að ég hafi rétt til að bæta skóinnkaupum við þetta.
Mér á eftir að takast að réttlæta það einhvernvegin, veit ekki enn hvernig það verður, en það verður.
Sannið til.

8 Comments:

Blogger Sigga said...

Mig langar líka í buxur.

3:55 e.h.  
Blogger Sigga said...

Mér heyrist nú fólk almennt stunda það að kaupa sér nýjar bækur og ný föt fyrir skólann á hverju hausti.
Hví ætti ég að vera útundan?

3:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Verst að bækur eru ekki líka á haustútsölum...you can't win!

4:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú átt alveg skilið að kaupa þér skó!

6:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hurðu fyrirgefðu góða min! Það er nú bara í lögum íslenska lýðveldisinsins að þá Á að kaupa sér föt þegar mar byrjar í skólanum á haustin. Ef einhver heldur eihverju öðru fram er sá hinn sami bejáni. Jháh. BEEEJÁÁNIH segi ég og pikka.
Og heyriru það!

9:10 f.h.  
Blogger Guggan said...

uuu heyr heyr med endemum...hvernig er hægt ad velta tvi fyrir ser ad kaupa føt....skiliggi!
eg ætla ad fylla kvotann minn herna i kuben...mmuahhahhaaa

9:43 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

SKo maður getur ekki lært nema líða vel og vellíðan byrjar á fótunum, hvernig áttu að fara að því að lesa og læra með kaldar og blautar tásur? Maður spyr sig?

Svo gætiru farið í skólaköttinn ef þú færð enga nýja flík fyrir skólann, þá þjóðsögu þekkja nú allir!!

2:01 e.h.  
Blogger Sigga said...

Blíng blíng!
Þú mælir sannleikann systir!

4:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home