þriðjudagur, ágúst 23

Það besta við skóla

gerðist í dag á öðrum skóladegi en það er tilkynningin: kennsla fellur niður eftir hádegi.
Úúúúúú.
Ég beint í regngallann (gvublessi konuna sem fann upp regngalla) og bruna niður Flókagötu á fáki mínum með stoppi í Háteigskjöri (the cutest store in town), vippaði upp debetkortinu og gerði kostakaup mánaðarins: karton af sígó á fimmara.
Sparaði heilar femmhöndröð krónur í dag!
Það er heill bjór á barnum sem ég græddi!

Nú er ég að melta með mér hvað ég eigi að gera við frítímann;
brjótast inní geymsluna og henda drasli þangað inn,
stela stofuborðinu sem enginn vill kannast við í kjallaranum,
skella í vél,
sletta í form,
hanga á netinu,
eða bara allt eða ekkert?

Elska að vera í skóla.
Elskaða.

5 Comments:

Blogger Sigga said...

Klukkan er þrjú, ég er búin að:
hrista hurðina að geymslunni og hún opnaðist ekki,
setja í tvær vélar,
sletta í form,
hanga á netinu og kjafta í símann.

3:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hángtu bara á netinu og bloggaðu eitthvað..

3:09 e.h.  
Blogger Sigga said...

Kei.
Ég þarf samt að mæta í vinnu klukkan fimm.

3:50 e.h.  
Blogger Sigga said...

Og í gvuðanna bænum skildu eftir nafn og kennitölu þegar þú kommentar!

4:04 e.h.  
Blogger Rokkarinn said...

Heyrðu... þú sparar þér næstum því fimmara í viðbót við að fara alla leið upp í Gripið og greitt og versla kartonið þar... það er á 4700 kejellíngar! Svo er það miklu meiri heilsubót að böðlast alla leið þangað...

1:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home