Komin heim
Er samt hálf málhölt eftir ferðalagið heim af flugvellinum í gærkveldi.
Fluginu seinkaði eitthvað, soldið Brúðarbandinu að kenna, svo við Benni misstum af rútunni og tókum þá til þess ráðs að þvinga eistneska homma til að taka með okkur leigara í bæinn.
Töluðu drengirnir einhvurskonar þýskuskotið enskurugl sem krafðist mikillar einbeitningar og hugmyndaflugs til að skilja en afleiðingarnar voru þó þær að öll máltilfinning mín fór í tótalt fökk.
Þeir voru samt æði og héngu hálfir útúr leigaranum þegar við fórum út og kröfðust þess að fá "aímaíl" frá mér.
Ég gerði ráð fyrir því að það væri ímeil svo ég krotaði það á miða og bíð nú spennt eftir að lesa frá þeim bréf.
Hrói var að sjálfsögðu æði og ég reyni að segja frá því seinna.
Núna fer ég í delissjöss sturtu og svo meira delissjöss kaffi.
Fluginu seinkaði eitthvað, soldið Brúðarbandinu að kenna, svo við Benni misstum af rútunni og tókum þá til þess ráðs að þvinga eistneska homma til að taka með okkur leigara í bæinn.
Töluðu drengirnir einhvurskonar þýskuskotið enskurugl sem krafðist mikillar einbeitningar og hugmyndaflugs til að skilja en afleiðingarnar voru þó þær að öll máltilfinning mín fór í tótalt fökk.
Þeir voru samt æði og héngu hálfir útúr leigaranum þegar við fórum út og kröfðust þess að fá "aímaíl" frá mér.
Ég gerði ráð fyrir því að það væri ímeil svo ég krotaði það á miða og bíð nú spennt eftir að lesa frá þeim bréf.
Hrói var að sjálfsögðu æði og ég reyni að segja frá því seinna.
Núna fer ég í delissjöss sturtu og svo meira delissjöss kaffi.
2 Comments:
mikið er ég fegin að þið eruð komin heim og skemmtuð ykkur vel,heyrumst
Vellkömm hóm, svítharts!!!
Hlakka til að heyra ferðasöguna. Gekk ekki bara vel hjá ykkur Brúðum?
Skrifa ummæli
<< Home