laugardagur, júlí 9

Hvað sá ég?

Þetta verður langt og leiðinlegt en ég verð samt að skrifa þetta niður fyrir gullfiskaminnið mitt.
Eftir sirka tvær vikur á ég ekki eftir að muna eftir því að hafa verið á Hróarskeldu, hvað þá hvaða bönd ég sá spila.
So here it goes.

Þó svo að hljómsveitir hafi spilað frá sunnudegi til miðvikudags fyrir opnun hátíðarinnar sá ég ekkert af þeim böndum.
Á miðvikudeginum spiluðum við jú sjálfar og var það nú einfaldlega ógleymanlegt.
Troðfullt tjald af öskrandi stuðboltum sem vildu meiri rass.

Fimmtudagur:
Ég man eftir að hafa ætlað að sjá Dwi Mekar frá Indónesíu, en ég man ekki eftir að hafa farið. Hafi ég gert það var það ekki ógleymanlegt.
Sonic Youth spiluðu í Arena klukkan 20,30 og það voru frábærir tónleikar. Ég bjóst jafnvel við smá popptónleikum þar sem þau ætluðu að spila sem The Other side of Sonic Youth á föstudeginum, en það var ekkert svoleiðis í gangi. Thurston átti kynferðisleg fídbakk mök við gítarinn sinn og þau tóku lög af hinum ýmsustu plötum sínum.
Æði.
Tveimur tímum seinna í sama tjaldi spiluðu Mastadon.
Þrusu magnaðir tónleikar, brjáluð spila-og lífsgleði hjá gaurunum, trommarinn geðsjúkur. Ég var mjög framarlega og bæði sá og heyrði vel. Það er alltaf gaman.

Föstudagur:
Mugison klukkan 1 í Pavillion.
Troðfullt af Íslendingum með fána, Múgi í stuði en tók í raun bara 4 eða 5 lög því hann notaði tímann mikið í að búa til læti á græjurnar sínar. Flott læti samt sem áður og skemmtilegt þegar hann fékk áhorfendur til að góla, tók það upp og samplaði inní lögin sín.
Eftir tónleikana krafðist þýskur metalhaus þess að fá eiginhandaáritun okkar stúlkna og Óla.
Kíkti svo örstutt á The Be Good Tanyas frá Kanada í Pavillion.
Man ekkert sérstaklega eftir þeim.
Sunn O))) spiluðu kl 4 í Odeon.
Ég fór ekki inní tjaldið, sat fyrir utan og furðaði mig á drununum.
Kannski var þetta smart inní tjaldinu en þarna fyrir utan meikaði þetta engan sens.
M83 voru næstir í Pavillion.
Komst að því að þeir voru franskir og það útskýrði leiðindin.
Danskir strákar sem höfðu gripið trommukjuða Óla buðu okkur í partý en við kusum að kíkja frekar á Snoop Dogg á stóra sviðinu. Hápunkturinn var þegar stelpa með dúnk á bakinu með Cosmopolitan í mætti og seldi okkur drykki. Namm.
Other Sides of Sonic Youth klukkan 22 í Odeon.
Gaman. Meiri læti og tilraunir, mjög smart og svo var Mats Gustafsson að spila með þeim á saxafóninn sinn. Mats þessi var líka að spila á hátíðinni í Ystad ásamt Brúðarbandinu sem er bæ ðe vei uppáhalds hljómsveitin hans. Eftir tónleikana görguðum við hæ á Erik hljóðmann sem vinkaði okkur, brosti blítt og gaf okkur thumbs up og við skríktum einsog táningsstúlkur.
Eftir þetta fórum við í kokteila á Bus Bar við hliðiná Ballroom tjaldinu. Vorum þar mikið yfir hátíðina. Sá þá aðeins Femi Kuti & the Positive Force frá Nígeríu. Ég er samt voða lítið fyrir svona "heimstónlist", meira fyrir Jungle Juice, Mojitos og Strawberry drykki.
Klukkan 2 tékkaði ég á Patton með japanska Maldoror í Odeon.
Þetta var svona noise með pattónsku gargi, röddin hans er svo mögnuð að það er alltaf unaður.

Laugardagur:
Fantomas í Arena. Tróð mér framarlega þannig að ég sá bæði vel á sviðið og á skjáinn. Magnað að sjá trommarann í trommubúrinu að massa þetta eftir nótum. En hvernig ætti hann sosum að geta munað hvað kemur næst. Geðveikt.
Metalgaurar fengu eiginhandaáritanir Brúðarbandsins.
Roots Manuva var næst. Æðislegt hiphop sem ekki var hægt að standa kjur við. Öskruðum "úr að ofan" en þeir fóru bara úr jakkanum. Hitti Óla Palla og Frey og eftir að hafa spjallað við þá var ég búin að týna liðinu mínu. Eigraði um þangað til einhver pikkaði í mig og spurði "Are you looking for the rest of Brúðarbandið?" og benti mér á hvar þau væru.
Patton og Rhazel í Odeon voru líka skemmtilegir. Rhazel er ótrúlegt bítbox og Patton var melódískari en vanalega. Gaman.
Þá var loksins komið að Duran Duran. Jeminn hvað það var gaman. Dansaði og söng með allan tíman, hló að því hvað þeir eru orðnir gamlir og ljótir, mest samt þegar Simon LeBon talaði um Live 8 og setti hendurnar í einhverskonar zen stellingu. Krípí. Smsaði mömmu að ég væri á Duran með Júllu og hringdi í Sunnu til að leyfa henni að heyra Ordinary World og Save a Prayer.
Fór svo á Dungen frá Svíþjóð sem ég hef hlustað á og fílað en var soldið turned off af stílíseruðu hippaútliti þeirra en góðir voru þeir samt.

Sunnudagur:
Joanna Newsom klukkan 1 í Arena. Gott að byrja daginn á hörpuleik og skrýtinni rödd en ég var samt orðin lúin svo ég sat lungan úr tónleikunum og hlustaði. Hún er algert æði. Devendra Banhart mætti ásamt fleirum og lék með henni.
Sörpræs hátíðarinnar var The Faint. Ég hafði ekkert heyrt með þeim en ákvað að kíkja á þá af því að ég vissi að þeir spila oft með Bright Eyes. Kom svo bara í ljós þessi þrusu skemmtilega stuðdiskórokksveit, ógisla flott grúv og ákveðið var að halda aldrei partý aftur án þess að spila diskinn þeirra. Kúl as hell.
Var að spá í að kíkja á The Futureheads en þegar ég var að rölta baksviðs á klósett heyrði ég þá taka eitthvað Kate Bush lag og ákvað að fara ekki.
Kíkti þess í stað á Konono N°1 frá Kongó. Einsog ég sagði þá er "heimstónlist" ekki uppáhalds og svo fóru dönsku áhorfendurnir sem héldu að þeir væru afrískir dansarar í taugarnar á mér.
The Go! Team var næst. Gasalegt stuð og gaman að heyra öll lögin sungin.
Block Party voru vonbrigði, bara kalt og leiðinlegt. Fór og fékk mér karabískan borgara og horfði á ofurölvi Íslending drepast og lifna aftur við.
Og þá kom það sem ég bæði kveið og hlakkaði mest til alla hátíðina.
Bright Eyes og Brian Wilson að spila á sama fokkíngs tíma.
Ég ákvað að horfa á fyrri hluta Bright Eyes og seinni hluta Wilson.
En tónleikar Bright Eyes voru svo æðislegir að ég fór þaðan hálfgrátandi og þó svo að Wilson hafi akkúrat verið að byrja á God only knows þegar ég mætti var ég engan vegin sátt. Fannst hann bara ömurlegur og var í fýlu yfir að missa af Bright Eyes.
Kaada og Patton björguðu svo skapinu hjá mér með því að taka ýmiskonar themesongs frá sjónvarpsþáttum og Patton söng einsog engill.
Ég var alveg búin á líkama og sál eftir þessa törn og skakklappaðist í tjaldið og dreymdi um rúmið mitt og sturtuna mína.

1 Comments:

Blogger Skrudda said...

Ég sá Mastodon á Gauknum. Berti hitaði upp fyrir þá...aleinn ;)
Geðveikur trommari geðveikt kúl tónleikar

4:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home