miðvikudagur, júlí 20

Dugleigheit og annað

Núðlusúpur eru ekki eins góðar og maður hefði haldið.
En sem fátækramatur sleppur þetta.
Mig vantar bara þrjúþúsund til að geta borgað vísareikninginn, það verður spennandi að sjá hvort ég nái að borga hann fyrir mánaðarmót.
Ef hórarí væri ekki svona óhuggulegt myndi ég hórast.
Neinei hvaða bull.
Ég er mjög dugleg kona.
Ég þreif alla 32 fermetrana áðan, skildi þó gólfin eftir óskúruð svo konan geri ekki allt á heimilinu.
Við höfum ekki þrifið eftir að íbúðin fór af sölu svo þetta leit soldið út einsog í Allt í drasli.
Nú af því það var allt í drasli!
Já Hemmi minn.
En segiði mér eitt krakkar, má mála gólfflísar?

5 Comments:

Blogger Guggan said...

Já það má, en þú verður bara að kaupa sérstaka málningu og fá góðar leiðbeiningar, en það er ekkert mál að mála flísar..he he hnegg:)

3:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég staðfesti staðhæfingar Guggu. Það má en það þarf að hreinsa og grunna og svoleiðis og mála með réttri málningu. Það er alls ekki sniðugt t.d. að mála flísar með venjulegri málningu, ég gerði það einu sinni og endaði á því að vera afskaplega fegin að vera leigjandi en ekki eigandi.

5:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hmm, ertu að hugsa um að hórast fyrir 3000 kall? Sísí Bónushóra! :)

5:59 e.h.  
Blogger Sigga said...

Haha, Bónushóra, er mar þá í ferlega billegum og sjabbí fötum og ekkert skraut?

7:11 e.h.  
Blogger Sigga said...

Já og takk stelpur, gvu kva ég er fegin að mega mála ljótu flísarnar á Þorfinni!
Hver leggur brúnflekkóttar flísar á gólfin sín?!?!!??
Skagfirðingar greinilega.
Þetta er alveg hryllilegt.
En viðbjargandi greinilega.
Jeeeeminn hvað ég hlakka til að flytja!!!!

7:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home