föstudagur, júlí 22

Ó beibí

við fáum líklega Þorfinn á sunnudaginn!
Þannig að við verðum flutt inn fyrir verslunarmannahelgina.
Eins gott að við ákváðum litina í gær, mössum máleríið á mánudag og þriðjudag og flutningur er áætlaður á miðvikudaginn.
Ég er að tryllast úr spennu.
Sem betur fer byrjuðum við að pakka í gær.
Komumst að því að geymslan hafði í raun bara verið full af drasli.
Langar helst að pakka öllu í einhverjar plastkúluumbúðir svo hægt sé að fleygja öllu draslinu fram af svölunum.
Mikið væri það nú kósí.
En það vantar ekki vöðvana á þessu heimili svo við mössum ettah.
Mein gott, best að halda áfram að troða oní kassa.
Jibbíjibbíjibbí.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Frábært! Anonymous Óli dýrkar það þegar hann þarf ekki gera neitt....hann byður að heilsa.

10:24 f.h.  
Blogger Hel said...

hvaða geðveiki var þarna í loftinuá föstudag/laugardagsnótt..jessúss minnn, skáldið er miður sín og þorir ekki á sirkus aftur af ótta við áhlaup trylltra kvenna, égsverða

11:09 e.h.  
Blogger Sigga said...

hahah, maður verður svo hress og ástríkur af þessum kokteilum sem við eru alltaf að mixa okkur :)
sjittíbaba hvað við vorum hressar.

4:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home