þriðjudagur, júlí 26

Alvöru mass

Fórum á Þorfinn í gær til að massa máleríið, Kókó og Kata mættu gallvaskar í sexí málningargöllum og mössuðu massívt á meðan fjölskyldumeðlimir mættu til að trufla vinnuna.
En það er alltaf gott að fá truflun, ég er nefninlega löt í eðli mínu og svo er svo gaman hvað allir eru jafn skotnir í íbúðinni og við.
Neeeeema hvað krakkar, þetta var ekki bara paradís.
Til dæmis fataskápurinn sem ég upplifði ást við fyrstu sýn á.
Tókum eftir að málningin var farin að flagna innaní honum, plús að hún var laxableik svo við ákváðum að pússa hana af.
Þá kom í ljós að það var veggfóður undir málningunni og það var þetta flagn.
Neeeeema hvað, undir veggfóðrinu er annað veggfóður og undir því annað og undir því annað, já svona sirkabát 5 veggfóður voru betrekkuð inná skápin og greinilega búin að vera þarna síðan 1930 því þegar við loksins náðum þeim öllum af var bara múrveggur undir því.
Jeeeeminn sagði ég nú bara.
En við mössuðum þetta.
Rifum hillur og skrúfur og nagla og allskonar undarlegheit úr öllum veggjum og spösluðum og pússuðum og límdum fram á nótt og í kvöld verður slotið málað í huggulegum lit og flutt inn annað kvöld!
Allir að mæta klukkan 19 á miðvikudag til að flytja.
Allir segi ég!

3 Comments:

Blogger Skrudda said...

Ég myndi sko mæta í latexmálningagalla og yfirsexía ef ég gæti. Ég á bara svo litla krúttlega manneskju að ég verð að beila frá allri hjálpsemi. Ég skal kyssa þig í staðin og finna handa ykkur alvöru mannalega innflutningsgjöf.

12:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mass rímar við rass!

Djöfulsins eðalverslunarmannahelgi verðuredda í ár!!!

8:11 f.h.  
Blogger Sigga said...

Enda eru mass og rass mín uppáhalds orð.
Held ég hafi fengið miða á helvítis innipúkann svo þetta ætti að rætast eitthvað.

5:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home