Wonderful life
Það er ekki tekið út með sældinni að hætta að reykja.
Í sakleysi sínu sendir maður morðhótanir hingað og þangað í von um úthald og betri líðan en afraksturinn getur verið sært stolt.
Æjæjæjæjæj.
Annars er ég búin að skoða smáauglýsingar í leit að eldavél svo hræbillegri að gefins má kalla.
Ofninn er eitthvað að flippa hjá mér sem gerir kjúklingaeldamennsku lífshættulegt athæfi.
Eftir að ég byrjaði að reykja aftur er ég hvínandi hamingjusöm.
Hlæ og slæ mér á lær af minnsta tilefni, finnst kóngulærnar bara sætar og spilltir embættismenn algjör krútt.
Núna ætla ég í sturtu, svo smá kaffi og sígó og eftir það ætla ég að rölta um Laugaveginn og gefa mér eitthvað lítið, fallegt, sætt og ódýrt. Já ég kíki kannski í Gjafavöruverzlun Þorsteins Bergman á Skólavörðustígnum og finn mér eitthvað fallegt.
Svo í Bónus að kaupa klósettpappír, kíki á Benna í Smekkleysubúðinni í leiðinni og fæ koss og svo aftur á svalirnar heima í kaffi, sígó og ævisögu Nick Cave.
Í kvöld hjóla ég svo á æfingu hjá Brúðarbandinu.
Við erum að æfa upp þriðja trommara ársins.
Það fylgir þessu sæti einhver bölvun.
Eða heppni.
Sunna eignaðist jú geðveikt sætt barn eftir að hafa setið þarna, Dísa fékk ógleymanlega Ameríku- og Svíþjóðartónleikaferð og nú fær Anonymous Óli að spila á Hróarskeldu.
Óli verður í kjól og við eigum nokkrar hárkollur sem hann getur valið úr þannig að hann verður ekki Anonymous lengi.
Jiminn hvað lífið er skemmtilegt, já og Atli alveg svakalega góður þulur ;)
Í sakleysi sínu sendir maður morðhótanir hingað og þangað í von um úthald og betri líðan en afraksturinn getur verið sært stolt.
Æjæjæjæjæj.
Annars er ég búin að skoða smáauglýsingar í leit að eldavél svo hræbillegri að gefins má kalla.
Ofninn er eitthvað að flippa hjá mér sem gerir kjúklingaeldamennsku lífshættulegt athæfi.
Eftir að ég byrjaði að reykja aftur er ég hvínandi hamingjusöm.
Hlæ og slæ mér á lær af minnsta tilefni, finnst kóngulærnar bara sætar og spilltir embættismenn algjör krútt.
Núna ætla ég í sturtu, svo smá kaffi og sígó og eftir það ætla ég að rölta um Laugaveginn og gefa mér eitthvað lítið, fallegt, sætt og ódýrt. Já ég kíki kannski í Gjafavöruverzlun Þorsteins Bergman á Skólavörðustígnum og finn mér eitthvað fallegt.
Svo í Bónus að kaupa klósettpappír, kíki á Benna í Smekkleysubúðinni í leiðinni og fæ koss og svo aftur á svalirnar heima í kaffi, sígó og ævisögu Nick Cave.
Í kvöld hjóla ég svo á æfingu hjá Brúðarbandinu.
Við erum að æfa upp þriðja trommara ársins.
Það fylgir þessu sæti einhver bölvun.
Eða heppni.
Sunna eignaðist jú geðveikt sætt barn eftir að hafa setið þarna, Dísa fékk ógleymanlega Ameríku- og Svíþjóðartónleikaferð og nú fær Anonymous Óli að spila á Hróarskeldu.
Óli verður í kjól og við eigum nokkrar hárkollur sem hann getur valið úr þannig að hann verður ekki Anonymous lengi.
Jiminn hvað lífið er skemmtilegt, já og Atli alveg svakalega góður þulur ;)
5 Comments:
Ég á brúðarkjól ef ykkur vantar einhverntímann forfallagítarleikara..
Það er nú soldill Spænall í þessu..nema okkars trommarar springa ekki í loft upp eða deyja í undarlegum garðyrkjuslysum..
Hvenær fæ ég að tromma?
...já eða breytast í eitthvað græna gufu eins og Spænal Tap eða kafna í ælu einhvers annars og í Spænal tap
Jiminn raskat, velkomið aftur!
Aldrei að vita hvort eða hvenær þú lendir í kjól við trommusettið þar sem þetta er álagasæti og allt getur gerst.
Skrifa ummæli
<< Home