fimmtudagur, júní 9

Sjittíbaba

Vá ég var að muna það núna að yfirleitt þegar ég hætti að reykja þá verð ég manísk.
Fer í brjálaðar hæðir og lægðir.
Einu sinni var ég úti að hjóla og fór bara allt í einu að grenja.
Sá engan tilgang með lífinu svona reyklausu eða eitthvað.
Sjittíbaba, ég verð að fá mér geðveikispillur ef ég á að massa þetta!
Nenni ekki að vera grenjandi í tíma og ótíma, eða í manísku hamingjukasti að tilefnislausu.
Greyið Benni að búa með mér.
Namm, ég fann brjóstsykur!

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Láttu þér batna elskan mín

12:05 e.h.  
Blogger Heiða said...

æ, þetta var svo fyndin bloggfærsla....namm, ég fann brjóstsykur...hahhahaha. það er gott að vera manískur stundum samt. bara klára fullt af dóti, keep busy!

7:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Anonymous Óli segir að á sígópakkanum sínum stendur "Reykingar á meðgöngu skaða barnið þitt"!
Ertu að leyna okkur einhverju eða?

4:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Glætan, ég er ekki svona obvious.
Ég er dularfull kona sem geri hluti sem fær karlmenn til að missa vitið.

10:24 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hmm..hætta að reykja tveimur vikum fyrir Danmerkurferð og Roskilde.Er það bara ég,eða ert þú biluð?Logi

10:42 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er ekki þú Logi.... definetlí hún..!!

3:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

maður má nú ekki gera neitt án þess að fólk haldi að maður sé óléttur.. má ekki einu sinni finnast bjór vondur og súkkulaði gott..

11:16 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home