sunnudagur, maí 15

Kakkalakkar og krútt

Sökum heilaleysis hef ég ekki enn skellt línk á afturgengna bloggarann og nýjasta bloggarann, en hér með skal bætt úr því!
Velkomin aftur Unnur og velkomin Mel, massa kúl að geta fylgst með þér í Kínverjalandi.

Annars er það að frétta að ég er búin að þvo þrjár vélar, er að afþýða ísskápinn, horfa á Dirty Harry með öðru auganu og reyna að læra tvo Joy Division texta utanaf.
Ekki þunn fyrir fimmaura því ég lét ekki gabba mig í fyllerí í gær.
Mikið var reynt og yfirleitt þarf ekki mikið til, hvað þá að gabba mig, en ég var svo þunn að ég gat ekki annað en lagst í sófann með ís og horft á Alan Partridge.
Hló reyndar þynnkuna úr mér næstum því.
Alltaf gaman að sitja ein og grenja úr hlátri.
Undarlegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home