Gleðipúnktar í reddingarúnti
Ég var að koma heim úr reddingarúnti dauðans.
Reddingarúntar dauðans eru sjaldnast skemmtilegir, en í dag fann ég samt þónokkra skemmtilega punkta sem glöddu mig afskaplega:
Reddingarúntar dauðans eru sjaldnast skemmtilegir, en í dag fann ég samt þónokkra skemmtilega punkta sem glöddu mig afskaplega:
- Hálfrifið hús við Borgartún. Mér finnst alltaf smart að horfa á hálfrifin hús.
- Fiskverkunarfólk í tilheyrandi búningum á planinu við höfnina. Mér finnst það mjög smart, minnir mig á Súganda.
- Að labba útúr porti inná Laugaveg, beint í fasið á Brynju. Mér finnst Brynja smart verslun, ein af uppáhaldsbúðunum á Laugaveginum.
- Skilti við kaffihús á Laugaveginum hvar á stóð: Ítalkst salat.
- 2 fasteignasalar sem sögðu "Gaman að tala við þig". Mér finnst gaman þegar fólki finnst gaman að tala við mig. Ég dansaði fyrir annan þeirra dansinn sem ég ætla að dansa í stóru tilvonandi íbúðinni minni.
Búið.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home