þriðjudagur, maí 31

Það er til gott fólk - Hjólasaga

Ég dustaði rykið af hjólinu mínu í dag, dró það útúr kjallaranum og leyfði því að sjá dagsbirtu og bauð því uppá yfirhalningu.
Fyrir utan rykið var stýrið var orðið skakkt, keðjan ryðguð og lítið loft í dekkjunum.
Ég byrjaði á því að fara til fúla hjólaviðgerðakallsins á Hverfisgötunni - hann er svo merkilegur af því að þrátt fyrir yfirgengilegan kammóskap og næsheit af minni hálfu tekur hann fýlusvipinn aldrei niður.
Hmmm.
Hann þolir kannski ekki yfirgengilegan kammóskap og næsheit.
Ég get alveg skilið það.
En ég fer aldrei í þann gír strax heldur eftir fyrsta hryssingslega svarið frá honum, þá verð ég næs.
Jæja, gleymum honum í bili.
Hann sumsé smurði keðjuna með fýlusvip og þáði 200 krónur fyrir.
Þá hjólaði ég mér niðrá einhverja bensínstöð til að pumpa í dekkin.
Bensínkall einn vippaði sér að mér og muldraði útúr öðru munnvikinu (hitt var með sígó): passaðu þig að setja ekki of mikið loft í afturdekkið.
Ókei, sagði ég.
Þetta er alltof mikið, sagði hann svo eftir að hafa fylgst með mér.
Svo er dekkið líka ónýtt.
Jiiiminn, sagði ég á innsoginu, ég er nýbúin að kaupa dekk á bílinn minn og hef ekkert efni á hjóladekkjum líka!
Bíddu, sagði hann þá og brá sér innum hurð.
Kom til baka með dekk, tók mitt ónýta af, setti nýja á og pumpaði hárréttu loftmagni í nýja dekkið.
Sagði þetta vera betra svona og labbaði svo í burtu.
Jelskann.
Svo hjólaði ég hingað og þangað og varð andstutt, nú sel ég bílinn og verð geðveikt fitt.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nákvæmlega það sem ég er að gera þessa dagana. Hjól fokkíngs rúla!

9:48 f.h.  
Blogger Sigga said...

Við verðum ekkert smá gordjöss í sumar, ógisla fitt að drekka eplamartíní hlægjandi að pöpulnum sem spúir koltvísýringi í fávisku sinni.

4:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home