sunnudagur, maí 8

Af angist og öðrum aðgerðum

Áður en ég segi ykkur frá To do lista dauðans fyrir morgundaginn verð ég að tjá mig um kosti brúðarkjóla.
Ég var nefðninlega að syngja með Hanoi Jane á föstudaginn á Grandrokkinu (ju það er nú önnur, já nei eða tvær aðrar sögur að segja frá því...), en fyrir þá tónleika lenti ég í því sem ég hef aldrei lent í fyrir tónleika með Brúðarbandinu.
Nefbniðnlega spurningin ógurlega: Í hverju á ég að vera? ásótti mig.
Þar sem ég er óreynd í að svara þeirri spurningu á annan hátt en Í brúðarkjól! ákvað ég eftir andartaks angist fyrir framan fataskápinn að skella mér í hauskúpubolinn sjálflýsandi sem ég keypti mér í túristabúð í Savannah.
So spurði ég Benna í grenjutón: jáen í hverju á ég að vera að neðan!?!
Engu, sagði Benni.
Það er ekki smart, sagði ég og batt utaná mig pils hverju Benni brást við með slefi og jaaaái, og baðst ég svo leyfis að vera í buxum innanundir.
Ne sokkabuxum, sagði Benni.
Hvernig lit?
Rauðum.
Ok, sagði ég og málið var leyst.
En niðurstaðan er sumsé sú að brúðarkjólar rúla og hafiði það allir blaðamenn landsins sem ekki fá nóg af spurningunni Okkuru brúðarkjólar?

Og nú að to to lista dauðans:
  • Mæta í próf og massaða.
  • Hjálpa Benna í bankanum
  • GERA TILBOÐ Í ÍBÚÐ!!!
  • Ikea. Auðvitað.
  • Mála eitt gólf
  • Tala við arkitekt um eitthvað
  • Plötubúðir
  • Mæta í vinnu
Þetta verður mass-dagur krakkar.

Já og svo var það kvissið.
Þið eruð að massa það nokkur.
Önnur ekki.
Flestir klikka á Noregi (hef aldrei komið þangað) og svo var það hin ofur tvísýna spurning um fatalitinn. Þeir sem þekkja mig ekki giska oftast á svart, þeir sem þekkja mig lenda í helvítis klemmu á milli rauðs og bleiks en það skal hérmeð opinberast að þó ég eigi mikið af bleikum fötum þá eru þau rauðu fleiri.
Margir héldu líka að ég fyrirliti framsókn meira en kapítalista en það er ekki rétt. Þó margir framsóknarfávitar séu kapítalistar eru þeir það kannski ekki allir og svo eru helvíti margir kapítalistar ekki framsóknarmenn heldur sjálfstæðispakk og þaðanaf verra drasdl.
Þá var ég pizzusendill á vespu í Köben fyrir nokkrum árum og aldrei bílstjóri.
Restin svarar sér sjálf.
Og hafiði það.
Logi, Eygló og Hjördís sigra sumsé þessa keppni og munu hljóta marga bjóra frá keppendunum þremur í neðstu sætunum með 20 stig.
Ef þau hittast einhverntíman.
Og vita af því.
Það held ég nú.

Ju og svo segir sagan að Bedda sé búin að eiga... jjiiiiminn á innsoginu...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home