sunnudagur, mars 27

Foxill við prestinn

Var að sjá biskupinn í fréttunum að boða trúfrelsi.
Hans túlkun á trúfrelsi er frelsi fyrir hann og hans pakk að troða sinni trú uppá börn og kennara, verði ekki þeirra vilji heldur hans.
Hvað með mitt frelsi til að trúa ekki á hans sögur og vilja ekki að ófædd börn mín geri það heldur?
Hvaða frelsi er það að þurfa að meðtaka bull kristinna gegn vilja sínum?
Hvað með frelsi þeirra sem trúa á eitthvað annað en kristnir?
Þoli ekki svona yfirgáng og frekju.
Ég kvíði því að eignast börn og þurfa að díla við það sama og Matti með sín börn á leikskóla.
Ég hef ekkert á móti því að fólk trúi á stokk og steina, það er þeirra mál, en þegar það fer að troða því uppá mig og mína án okkar vilja verð ég brjáluð!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home