föstudagur, mars 4

Dúettinn Sísí & Kókó

Það er maður að tala í útvarpinu um skipulagsmál, hann er arkitekt og er með mjög virðulegan málróm.
Fyrir nokkrum árum var ég í partý með honum, það byrjaði allt mjög virðulega með fagurfræðilegum umræðum um bókmenntir og tónlist.
Svo gáfum við Kókó skít í það og fórum að syngja hin ýmsustu lög í falsettu, bæði kórlög og gamla íslenska slagara.
Okkur fannst við takast flutningurinn það vel að við ákváðum að taka þetta upp á spólu til að gefa vinum og vandamönnum.
Dúettinn Sísí & Kókó.
Skunduðum svo á barinn syngjandi fyrir vegfarendur.
Arkitektinn var hissa og virðulegur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home