laugardagur, febrúar 5

Plötur

Ég keypti mér nokkrar plötur í amaríku, en samt ekki nógu margar því ég sé eftir að hafa ekki keypt mér fleiri.
En þær sem ég keypti eru allar frábærar og þá sérstaklega The Late Great Daniel Johnston: Discovered Covered en það er tvöfaldur cd pakki.
Á fyrri disknum eru ýmsir listamenn sem covera lögin hans Daniel Johnston, m.a. Teenage Fanclub ásamt Jad Fair, Gordan Gano, Bright Eyes, Tom Waits, Beck, TV on the Radio og margir fleiri.
Á seinni disknum eru svo sömu lögin í orginal flutningi Johnstons.
Alger snilld.
Svo keypti ég aðra af nýjustu Bright Eyes: I´m Wide Awake It´s Morning.
Hin nýja er meiri experimental elektrónía en þessi er í "gamla" stílnum sem ég elska svo heitt.
Keypti líka Before the Poison með Marianne Faithful þar sem PJ Harvey kemur mikið við sögu, semur mörg lögin og spilar og syngur bakraddir.
Nick Cave á líka nokkur lög og fröken feiþfúl sjálf.
Mjög skemmtilegt fyrst þegar ég hlustaði á hana keyrandi highway í usa að giska hver samdi hvaða lag. Að sjálfsögðu hafði ég alltaf rétt fyrir mér.
Svo keypti ég Internal Wrangler með Clinic sem kom út árið 2000. Það ár dánlódaði ég titillagi plötunnar og diggaði það grimmt en fann aldrei plötuna neinstaðar.
Fann hana loksins hjá Grimey í Nashville. Gat samt ekki hlustað á hana í bílagræjunum því bassinn var svo hátt stilltur þar að það var ekki að virka.
Þá keypti ég When I Said I Wanted To Be Your Dog með svíanum Jens Lekman.
Hef ekki enn hlustað alminnilega á hana en skemmtilegheitin eru þau að platan er tileinkuð Söru sem hefur komið í heimsókn til mín og dóttir kennarans míns spilar á bassa í hljómsveitinni.
Allar þessar plötur keypti ég í plötubúð Grimeys. Hann er líka með klúbb í kjallaranum og þar spiluðum við fyrstu tónleikana okkar í amaríku.
Í Chapel Hill keypti ég eina plötu handa Benna mínum, Shapes með Polvo.
Þeir eru einmitt frá Chapel Hill svo mér fannst þetta mjög smart.
Benni fékk tvo diska til viðbótar sem vinur okkar úti keypti handa honum og þar sem ég bý með honum "á" ég þá líka; Funeral með Arcade Fire sem er snilld og Who will cut our hair when we´re gone með Unicorns sem ég á enn eftir að taka í gegn.
Svo keypti ég líka pakka með Billie Holiday í Savannah, bara einn af þessum venjulegu safndiskum með helstu smellunum, en koverið er ógisla flott, svona dós með mynd af hetjunni utaná.
Gasalega smart alltsaman.
Þá vitið þið það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home