föstudagur, febrúar 4

Mass

Djöfull er ég að massa jólahreingerninguna.
Ætlaði aðeins að ryksuga mestu hnoðrana í burtu en áður en ég vissi af stóð ég með ajaxtuskuna á lofti í einhverri sturlun og ekki rykhnoðri eða bílasót að sjá neinstaðar núna.
Veggirnir í eldhúsinu bara hvítir.
Ætlaði svo að rétt strjúka yfir eldhúsgluggann og þá kom í ljós að þeir voru ekkert skítugir að utan einsog ég hélt.
Svo nú sé ég útum eldhúsgluggann og þaðan er barasta hið fínasta útsýni, sé allt sem er að gerast í Landsbankanum á Laugaveginum og á Akranesi.
Jahérnahér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home