miðvikudagur, febrúar 16

Good hair day

Þegar paranojan hefur náð hæstu hæðum er alveg yndislegt að fá allt í einu klapp á bakið sem dregur mann aftur niður á jörðina.
Að búast alltaf við hinu versta er ekki að gera sig fyrir mig.
Þá verð ég bara kærulaus.

Held að þetta hafi verið mín fyrsta dulkóðaða bloggfærsla.
Til hamingu með það.

En að öðrum málum og merkilegri: ég er með geðsjúkt smart hár núna.
Fór í klippingu til hans Villa í morgun, kol-lögleg klipping í þetta skiptið því ég er vön að splæsa einni slíkri á mig á ári og fer þá á ekta hárgreiðslustofu.
Annars læt ég oftast vini og vandamenn sjá um klipp og lit, eða sé um það sjálf, með misjöfnum árangri en ávallt skemmtilegum.
Ég er með hárgreiðslumeistarafóbíu.
Finnst alveg geðveikt leiðinlegt til dæmis að láta lita á mér hárið og er alltaf full vantrausts á klipparanum.
En ekki á Villa.
Enda er hann ekki meistari enn.
Meistari í mínum huga þó, því mér leiðist aldrei hjá honum og ég get trúað honum fyrir fóbíum mínum og sagt frá háradraumum og spekúlasjónum, talað um rokk og kúk og allt þar á milli.
Og svo labba ég alltaf ánægð út.
Verst hvað það er mikið rok í dag, annars myndi ég spóka upp og niður Laugaveginn svo allir gætu séð hvað ég er með smart hár.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home