miðvikudagur, febrúar 9

Ég massaði bollubaksturinn.
Prufaði að skrifa uppskriftir.is og viti menn, sú síða er til!
Þar fann ég uppskrift að vatnsbolludegi og massaði hana.
Notaði hrærivélina sem við fengum í jólagjöf á fullu; fyrst undir degið, svo í búðingin og að lokum til að þeyta rjómann.
Ég var einsog Martha Stewart í eldhúsinu, massaði af festu og þokka og niðurstaðan var delisjöss.
Náði að hakka í mig 8 bollum áður en við skottuðumst yfir til Kötu og Óen í saltkjöt og baunir, kom þá í ljós að Kata var búin að massa Mörthuna sjálf í síns eigins eldhúsi því máltíðin var delisjöss.
Drukkum svo screwdriver og vorum bara frekar þokkafull fram yfir miðnætti.
Yndislegt líf.
Fyrir utan veðrið.
Niður með frost og snjó!
Sumarið strax!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home