þriðjudagur, febrúar 8

Bollukjötlondon

Ég fékk engar bollur í gær svo ég ætla að baka mér nokkrar snöggvast.
Er líka svo djövulli svöng.
Og í kvöld bjóða Kata og Óen okkur Benedikt í saltkjöt og baunir - við elskum Kötu og Óen.
Mér finnst ég hafa étið stanslaust síðan ég kom heim.
Étið og sofið.
Það er gott.
Og hey, ég er að fara í aðra tónleikaferð eftir rúma viku!
Ekki með Brúðarbandinu heldur ætla ég að fara sem grúppía Skáta.
Þeir eru að fara til London beibí og spila ca. 5 tónleika á 5 dögum.
Ég hef aldrei komið til London.
Djöfulsins skemmtilegheit endalaust.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home