mánudagur, janúar 24

Savannah

Við komum til Savannah í Georgíu á miðnætti í gær eftir 8 tíma keyrslu frá Winston Salem.
Sumir fengu sprengiræpu á leiðinni, einhver ældi líka.
Geðveikt gaman.
Dagarnir hérna eru einhvernvegin svona:
Vakna, sturta, keyra af stað, villast og finna mótel, finna tónleikastaðinn og sándtékka, drekka, spila, drekka og drepast.
En núna erum við komnar í þriggja daga frí hér í Savannah, tónleikarnir eru á miðvikudgaskvöldið í the Jinx.
Í dag ætlum við að finna þvottahús, eða bara kaupa okkur ný föt, fara í nudd, og skoða þessa yyyyndislegu borg.
Svo langar okkur í humar í kvöldmatinn.
Og bjór.
Mar er endalaust fullur hérna.
Alveg óvart.
En það eru bara allir svo ógó góðir við okkur, kaupandi bjór og segjandi skemmtilega hluti.
Það er gaman að vera rokkstjarna.
Kossar á ykkur!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home